Matgæðingar

Sunnudagssteikin af æskuheimilinu

„Á okkar heimili eru verkaskiptin alveg skýr. Húsfrúin eldar og húsbóndinn raðar í uppþvottavélina. Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af sunnudagssteikinni af æskuheimili mínu og geri ég hana oft þegar við systkinin hittumst,“ sagði Kristín Kristmundsdóttir á Skagaströnd, en hún og eiginmaður hennar, Vilhelm Björn Harðarson, voru matgæðingur Feykis í 41. tbl. ársins 2016.
Meira

Lambafille, grillað grænmeti og kartöflur

„Við þökkum áskorunina frá Elísabetu og Hlyn og langar okkur að deila með ykkur uppskrift af grilluðu lambafille með fitu borið fram með piparostasósu, grilluðu grænmeti og bökuðum kartöflum,“ sögðu Ómar Eyjólfsson og Ragnheiður Rún Sveinbjörnsdóttir, en þau voru matgæðingar Feykis í 40. tbl. ársins 2016.
Meira

Bláberjaís á fimm mínútum

„Við erum hjónin Pétur Hafsteinn Sigurvaldason frá Litlu-Ásgeirsá í Víðidal og Bjarney Alda Benediktsdóttir frá Neðri-Torfustöðum í Miðfirði. Við búum að Neðri-Torfustöðum ásamt börnum okkar. Þau eru Ármann, Kristrún og María. Bústofninn á bænum er blandaður; kýr, kindur og nokkur hross. Ekki má gleyma að nefna tíkina okkar Millu, örustu hjálparhellu norðan Alpafjalla," sögðu hjónin Pétur og Bjarney, sem voru matgæðingar vikunnar í 29. tbl. Feykis árið 2013.
Meira

„Þú ert það sem þú borðar“

"Umsjónarkona þessa þáttar minnist þess að hafa fyrst rekist á hið margtuggna slagorð „þú ert það sem þú borðar“ á veggspjaldi í sveitaskóla á Vesturlandi. Fyrstu hughrifin sem það vakti á þeim tíma var að þá hlyti maður að vera bjúga! Í minningunni voru nefnilega alltaf bjúgu í matinn þegar íþróttamót voru haldin í umræddum skóla. Með öðrum orðum kjöt, salt og mör, ásamt einhverjum bindiefnum, pakkað í plast og reykt við tað. Seinna tók kannski við víðari túlkun á frasanum „að vera það sem maður borðar.“ Með það í hug gróf Feykir upp nokkrar uppskriftir af hollu og góðu haustfæði." Svo mælti umsjónarmaður matarþáttar Feykis í 37. tbl. ársins 2016.
Meira

Uppskrift að góðu kvöldi með vinum

Ásdís Ýr Arnardóttir og Jón Kristófer Sigmarsson á Hæli í Húnavatnshreppi voru matgæðingar vikunnar í 35. tbl. Feykis 2016. Þau gáfu lesendum uppskriftir að fiskisúpu, ærfille og karamellupönnsum. „Fiskisúpa, ærfille og karamellupönnsur eru uppskrift að góðu kvöldi með vinum, einfaldar uppskriftir sem geta ekki klikkað. Við á Hæli erum gjarnan með gesti og vinnufólk og því er oft mannmargt í mat hjá okkur, eldhúsborðið tekur 16 manns í sæti svo nauðsynlegt er að geta tvöfaldað eða jafnvel þrefaldað uppskriftir án þess að það sé of mikið vesen. Auðvelt er að gera fiskisúpuna matarmeiri með því að bæta við fiski. Ærfille er herramannsmatur hvort sem það er steikt eða grafið og pönnukökurnar bæta nýtísku ívafi við annars þjóðlegan rétt. Pönnukökurnar einar og sér væru líka góðar í saumaklúbbinn."
Meira

Gómsætt fyrir gangnamenn - Ekta íslensk kjötsúpa og rúgbrauð

Á haustdögum þegar göngur og réttir eru í aðalhlutverki er fátt betra en sjóðheitar og saðsamar súpur. Þar er íslenska kjötsúpan í öndvegi. Feykir gerði óformlega og óvísindalega rannsókn á því hver væri hin eina sanna íslenska kjötsúpa. Skemmst er frá að segja að hún er vandfundin, enda er það með kjötsúpu eins og góða kjaftasögu að hún breytist í meðförum manna. Því var ákveðið að láta gilda uppskrift sem gerð er opinber á vefsíðunni lambakjöt.is.
Meira

Mormorssúpa og kókosbolludesert

„Ekki aðeins erum við nýbakaðir foreldrar, heldur nú einnig matgæðingar Feykis, það gerist ekki meira fullorðins! Ákváðum að deila með lesendum tveimur fljótlegum og einföldum uppskriftum, annars vegar Mormorssúpu og hins vegar kókosbolludesert. Þægilegt á þessum annasama en skemmtilega tíma árs,“ sögðu Elísabet Sif Gísladóttir og Hlynur Rafn Rafnsson á Hvammstanga sem voru matgæðingar í 33. tbl. Feykis árið 2016.
Meira

Ofnbakaður þorskur með pistasíum og ís í ætri skál

„Aðalrétturinn er í boði Eldhússagna (eldhussogur.com) og er þetta einn besti fiskréttur sem við höfum bragðað. Ekki skemmir heldur fyrir að auðvelt er að slá um fyrir sér og setja matinn á disk og bera fram þannig að líti út eins og meistarakokkar hafi framreitt hann,“ sögðu matgæðingar 32. tbl. Feykis 2016, þau María Eymundsdóttir og Pálmi Jónsson á Sauðárkróki.
Meira

Íslensk kjötsúpa og frönsk súkkulaðikaka

„Okkur hjónunum þykir mjög skemmtilegt að bjóða í mat og er það yfirleitt karlpeningurinn sem eldar á þessum bæ,“ segja margæðingar vikunnar í 31. tbl. Feykis 2016, þau Birkir Þór Þorbjörnsson og Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir á Hvammstanga. Þau buðu upp á uppskriftir af íslenskri kjötsúpu og franskri súkkulaðiköku.
Meira

Góður matur fyrir göngugarpa II

Þessi þáttur birtist áður í 30. tbl. Feykis 2016 en Kristín S. Einarsdóttir, umsjónarmaður matarþáttar Feykis, var í miklu göngustuði þetta sumar og hér birtist annar þáttur hennar frá þeim tíma þar sem hún tók saman uppskriftir að góðum mat fyrir göngugarpa. "Eins og ég gat um í matarþætti á dögunum eyði ég sumarfrísdögunum gjarnan í gönguferðum. Líkt og það er mikilvægt að velja staðgóðan morgunverð í slíkum ferðum er fátt notalegra en að snæða góðan kvöldverð að dagleið lokinni. Meðfylgjandi uppskriftir eru af góðum réttum sem bornir hafa verið á borð í slíkum ferðum, þar sem kokkurinn er ekki síður mikilvægur en leiðsögumaðurinn og gönguskórnir," sagði Kristín.
Meira