Enn herðir að vegna Covid
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
05.11.2021
kl. 13.25
Ríkisstjórnin fundaði í morgun í kjölfar þess að nýr minnismiði barst heilbrigðisráðherra frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í kjölfar töluverðrar uppsveiflu í Covid-smitum. Ákveðið var að herða á samkomutakmörkunum landsmanna og meginatriðin er að skylt verður að bera grímu þegar ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu, fjöldatakmarkanir verða 500 manns og veitingastöðum með vínveitingaleyfi verður skylt að loka tveimur tímum fyrr en nú.
Meira