Árið 2021: „Við bændur munum ekki sakna þurrkanna“

Karen í vinnunni í Víkum. AÐSEND MYND
Karen í vinnunni í Víkum. AÐSEND MYND

Nyrst á Skaga, út við ysta haf, býr Karen Helga Rabølle Steinsdóttir ásamt Jóni Helga manni sínum og tveimur ungum herramönnum. Þau búa nánar tiltekið í Víkum þar sem þau reka sauðfjárbú en Karen vinnur að auki á leikskólanum Barnabóli á Skagaströnd. Auk þess er hún sporðdreki. Feykir plataði hana til að gera upp árið 2021 sem hún lýsir svona í þremur orðum: „ Leið of fljótt.“

Hver er maður ársins? Held ég verði bara leiðinleg þar og segi foreldrar mínir. Sama hve annríkt þau eiga hafa þau alltaf tíma fyrir gesti, tíma til að aðstoða nágrannana eða hjálpa dótturinni með barnabörnin.

Hver var uppgötvun ársins? Portúgalskur matur er sennilega full sterkur fyrir eldri borgara. Hjá okkur var sem sagt drengur frá Portúgal sem sá um eldamennskuna á sauðburði. Strákarnir okkar útvötnuðu spaghetti bolognese í mjólkurglösunum sínum en öldungarnir tveir sem voru hér á sauðburði hölluðust hellst að því að fela kryddbaukana.

Hvað var lag ársins? Mest spilaða lagið á Spotify hjá mér er Ding Dong með Eddu Borg og barnakór. Mögulega ekki mitt uppáhalds. Lagið sem kemur fyrst upp í huga mér er Ástrós með Bubba og Bríet.

Hvað var broslegast á árinu? Brúðkaupsdagurinn var mikil gleðistund þó hann endaði með öðru sniði en til stóð sökum covid. Við áttum frábæran dag með nánustur fjölskyldu og þeim baunum sem héldu sig við að koma til landsins.

Hvers heldurðu að þú eigir eftir að sakna frá árinu 2021 – eða ekki? Sumarið var óneitanlega einstaklega hlýtt og gott en við bændur munum ekki sakna þurrkanna.

Varp ársins? Við höfum lítið horft á sjónvarp undanfarið. Frumburðurinn fór á fluguveiðar í gluggakistunni í vor og skrikaðist honum fótur. Hann datt og tók sjónvarpið með sér í fallinu. Það fór ansi illa út úr því en strákurinn slapp með skrekkinn sem betur fer. Svo er ég gift svo skemmtilegum manni að mér nægir að hlusta á hann á kvöldParentingin þegar strákarnir eru sofnaðir.

Reyndar get ég mælt með hlaðvarpinu Unruffled með Janet Lansbury þó auglýsingarnar séu þreytandi. Þættirnir hafa auðveldar mér lífið sem foreldri og gert barnauppeldið skemmtilegra. Mjög áhugaverð nálgun.

Hverju viltu skella á brennuna og hvers vegna? Mér er nú meinilla við að henda hlutum...

Hver var helsta lexía ársins? Það að eiga gæðastund með fjölskyldu og/eða vinum er það sem skiptir mestu máli. Er alltaf að uppgötva þetta og gleyma því á víxl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir