Eigur Stólpa færðar Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra

Frá afhendingu Stólpa. MYND AF NETINU
Frá afhendingu Stólpa. MYND AF NETINU

Stólpar styrktarfélag á Hvammstanga hélt aðalfund sinn þann 11. maí 2023 í gamla verslunarhúsi Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga. Á fundinum var samþykkt samhljóða að leggja félagið niður og eigur þess færðar Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra til eignar og afnota í tómstundastarfi þess.

Gjöfin samanstendur af ýmsum rafmagnsverkfærum einkum til trésmíði svo sem: sög, heflar, borvélar, fræsarar, hefillbekkur og ýmiss hanverkfæri til smíða og útskurðar. Einnig fylgdu með um 270 þúsund í peningum.

Stólpar styrktarfélag var stofnað árið 2009 og hafði um árabil veg og vanda að námskeiðahaldi í ýmisskonar handverki fyrir félaga sína og aðra íbúa sveitarfélagsins.

Sólborg Dóra Eðvaldsdóttir formaður Stólpa ávarpaði samkomuna og afhenti Guðmundi Hauki Sigurðssyni formanni Félags eldri borgara gjöfina. Guðmundur þakkaði þessa höðinglegu gjöf og sagðist fullviss um að hún myndi styrkja félagið enn frekar í blómlegu tómstundastarfi og efla handverk meðal félagsmanna og þannig halda merki Stólpafélaga á lofti.

Félagar Stólpa báru fram glæsilegar veitingar í fundarlok sem viðstaddir gæddu sér á.

- - - - - - 
Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir