Sannkallað fjölskyldufjör í Glaumbæ í vetrarfríinu
Um áttatíu manns lögðu leið sína í Glaumbæ og skemmtu sér saman mánudaginn 27. febrúar, en tilefnið var fjölskyldudagskrá sem Byggðasafn Skagfirðinga stóð fyrir í tilefni af vetrarfríi grunnskólanna í Skagafirði. Boðið var upp á tvær leiðsagnir yfir daginn, ungir sem aldnir spreyttu sig á fróðlegum og skemmtilegu bingói í gamla bænum þar sem allir gátu unnið til verðlauna.
Sýndarveruleikasýningin „Torfbærinn: Heimili og vinnustaður“ sló í gegn en þar gafst safngestum kostur á að skyggnast inn í fortíðina með aðstoð 360° sýndarveruleikagleraugna og fræðast á lifandi hátt. Sýningin er frá Skottu kvikmyndafjelagi og var unnin í samstarfi við Byggðasafnið.
Ókeypis var fyrir fullorðna í fylgd með börnum. „Það var virkilega ánægjulegt að sjá alla eiga saman skemmtilega gæða- og samverustund í Glaumbæ og uppgötva margt nýtt og spennandi á safninu, eða öllu heldur gamalt og spennandi. Við færum öllum hjartans þakkir fyrir komuna,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir safnstjóri í samtali við Feyki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.