Íþróttir

Stjörnuleikur í kvöld og stuðningsmannahittingur í dag

Stuðningsmenn Stólanna voru nokkuð brattir í vikulokin eftir öflugan sigur á Hetti þar sem liðið spilaði glimrandi bæði í vörn og sókn. Lá þó við að fólk væri í örlitlum vandræðum með sig því það hreinlega vorkenndi liði Hattar og ekki hvað síst Viðari þjálfara sem á meira skilið frá sínum mönnum. Í kvöld má aftur á móti reikna með stórleik í Síkinu því topplið Stjörnunnar mætir þá til leiks með Baldur Þór í brúnni og alla leikmenn spræka sem læka.
Meira

Leikur Stólakattarins að Hattarmúsinni

Tindastóll fékk lið Hattar frá Egilsstöðum í heimsókn í fimmtu umferð Bónus deildarinnar nú í kvöld. Reikna mátti með að lið gestanna vildi svara fyrir slæm töp í síðustu tveimur leikjum en það var nú öðru nær – þetta reyndist leikur kattarins að músinni. Það var fín stemning í Síkinu og sungið og trallað allan leikinn en það var engin spenna, leikurinn nánast búinn eftir þrjár mínútur en þá var staðan 11-0 og gestirnir náðu hreinlega aldrei kafla þar sem þeir hótuðu endurkomu. Lokatölur 99-59 og fjórði sigur Stólanna í röð staðreynd.
Meira

Lið Þórs með grobbréttinn á Norðurlandi

Lið Þórs og Tindastóls mættust í Höllinni á Akureyri í gærkvöld en um 220 áhorfendur mættu og fengu að sjá fjörugan leik og bæði lið sýndu fínan sóknarleik. Bæði lið frumsýndu erlenda leikmenn og var stuðningsfólk Tindastóls sérlega ánægt með það sem Mélissa Diawakana hafði fram að færa. Lið Þórs hafði yfirhöndina frá upphafi til enda en náði þó aldrei að hrista lið Tindastóls af sér. Sex stigum munaði þegar innan við mínúta var eftir en Stólastúlkur komust ekki nær sterku Þórsliði þar sem Maddie Sutton reyndist erfið. Lokatölur 102-95.
Meira

Grannaslagur í Höllinni á Akureyri í kvöld

Það er þokkalegur stórleikur í körfunni í kvöld en þá mæta Stólastúlkur erkifjendunum í liði Þórs en leikurinn fer fram í Höllinni á Akureyri og hefst kl. 19:15. „Leikurinn leggst mjög vel í okkur, það er alltaf ákveðin spenna að fara á Akureyri,“ sagði Klara Sólveig Björgvinsdóttir fyrirliði Tindastóls þegar Feykir spurði út í leikinn. „Ég á von á hörkuleik, Þórs stelpurnar eru vanar að berjast þannig ég held að þetta verði mjög skemmtilegur leikur.“
Meira

Frábær fyrsti leikhluti lagði grunninn að sigri gegn Grindavík

Grindavík og Tindastóll mættust í Smáranum í Kópavogi í gærkvöldi. Grindvíkingar voru taplaustir fyrir leik, höfðu líkt og lið Tindastóls unnið Hauka og ÍR og rassskellt lið Hattar. Þetta var leikur tveggja liða sem ætla sér langt í vetur og hafa bæði mannskapinn í það – bara spurning hvernig tekst til með að búa til lið og stemningu. Leikurinn reyndist stórskemmtilegur, Stólarnir áttu frábæran fyrsta leikhluta og það sem eftir lifði leiks voru Grindvíkingar að berjast við að saxa á forskotið. Þeir komust nálægt því að jafna í lokin en Stólarnir héldu út og voru kampakátir með tvö góð stig. Lokatölur 90-93.
Meira

Strákarnir heimsækja Keflavík í VÍS bikarnum

Dregið var í 16 liða úrslit VÍS bikarsins í körfubolta nú í hádeginu. Bæði kvenna- og karlalið Tindastóls voru í pottunum og fengu bæði útileiki – sennilega eitthvað gallaðir pottar. Strákarnir fengu nokkuð strembinn mótherja, nefnilega lið Keflavíkur en liðin mættust einmitt í úrslitum bikarsins síðasta vetur. Kvennaliðið heimsækir hins vegar Suðurlandið.
Meira

Valskonur reyndust Stólastúlkum sterkari

Stólastúlkur fengu lið Vals í heimsókn í gær í Bónus deildinni. Lið Tindastóls hafði unnið síðustu tvo leiki með góðum varnarleik en í gær gekk illa að ráða við vaskar Valsstúlkur sem höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn. Engu að síður var leikurinn í járnum allt fram að lokafjórðungnum þegar gestirnir náðu strax ríflega tíu stiga forystu og bættu síðan bara í. Lokatölur 65-86 fyrir Val.
Meira

Stólarnir með vasklega framgöngu í VÍS bikarnum

Stólarnir skelltu Skagamönnum í gærkvöldi þegar liðin mættust í 32 liða úrslit VÍS bikarsins en leikið var á Akranesi fyrir framan um 300 áhorfendur. Heimamenn fóru vel af stað en undir lok fyrsta leikhluta hnikluðu gestirnir vöðvana og náðu undirtökunum í leiknum. Það bar kannski einna helst til tíðinda að Davis Geks fót með allt fjalasafnið sitt með sér í leikinn og gerði átta 3ja stiga körfur í ellefu tilraunum. Lokatölur leiksins voru 81-107 og Stólarnir komnir með miða í 16 liða úrslit bikarsins.
Meira

Stólarnir spila í VÍS bikarnum á Skaganum annað kvöld

Karlalið Tindastóls spilar í 32 liða úrslitum VÍS bikarsins mánudaginn 21. október og er mótherjinn lið ÍA og fer leikurinn fram á Skipaskaga. Þetta ætti að vera mátulegur kvöldrúntur fyrir stuðningsmenn Stólanna á höfuðborgarsvæðinu að skjótast upp á Akranes enda frítt í göngin báðar leiðir...
Meira

Öruggur sigur á Hafnfirðingum í gærkvöldi

Tindastóll tók á móti Haukum í gærkvöldi í Bónus deild karla. Hafnfirðingar höfðu farið illa af stað í deildinni og tapað fyrstu tveimur leikjunum sannfærandi á meðan Stólarnir leifðu sér að tapa gegn KR heima í fyrstu umferð en lögðu ÍR að velli í annarri umferð. Haukarnir reyndust lítil fyrirstaða í gær og þó gestirnir hafi hangið inni í leiknum langt fram í þriðja leikhluta var leikurinn aldrei spennandi og heimamenn fögnuðu góðum tveimur stigum. Lokatölur 106-78.
Meira