Íþróttir

Keflvíkingarnir koma!

Það er leikdagur! Tindastóll og Keflavík mætast í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum í úrslitakeppni Bónus deildar karla í Síkinu í kvöld. Leikurinn hefst á slaginu sjö í kvöld en stemningin og upphitun er í þann mund að hefjast í partýtjaldinu góða þar sem Helgi Sæmundur kemur öllum í gírinn.
Meira

Jón Oddur komst í átta manna úrslit á Akureyri Open

Um síðustu helgi var haldið stærsta, fjölmennasta og flottasta pílumót ársins á Íslandi, Akureyri Open, sem fram fór í Sjallanum. Skráðir keppendur voru 222 talsins, 192 karlar og 30 konur. Pílukastfélag Skagafjarðar átti að sjálfsögðu sína keppendur á þessu móti, fjóra í karlaflokk og tvo í kvennaflokki.
Meira

Tindastóll er mitt lið og því fær enginn breytt

Stuðningsmenn Tindastóls í körfunni er sumir hverjir eiginlega alveg ga-ga. Í bílferð um daginn hleraði Feykir alveg óvart samtal þar sem fram kom að viðmælandinn, sem starfaði á höfuðborgarsvæðinu, hafði aðeins misst af einum eða tveimur leikjum Tindastóls í vetur. Þá erum við ekki að tala um í sjónvarpinu heldur hefur hann í öllum tilfellum mætt á pallana með raddböndin í lagi og hjartað á réttum stað. Að símtali loknu var því spurst fyrir um hver viðmælandinn var og það reyndist hafa verið Halldór Ingi Steinsson. Það var því borðleggjandi að ná tali af honum.
Meira

Stökkmót Smára verður laugardaginn 12. apríl

Þau leiðu mistök urðu við uppsetningu á Sjónhorni vikunnar að vitlaus dagsetning var í auglýsingu frá Ungmenna- og Íþróttafélaginu Smára. Hér kemur rétta auglýsingin en þau ætla að halda Stökkmót Smára í öldungaflokkum kvenna og karla innanhúss í Íþróttahúsinu í Varmahlíð laugardaginn 12. apríl 2025, kl. 11.
Meira

Stólastúlkur úr leik eftir rimmu við meistaralið Keflavíkur

Stólastúlkur sóttu Keflvíkinga heim í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna í gærkvöldi. Stúlkurnar okkar voru með bakið upp að vegg, voru 2-0 undir í einvíginu og ekkert nema sigur kom til greina ætluðu þær sér lengra í úrslitakeppninni. Það vantaði ekki viljann en niðurstaðan var sú að þær mættu ofjörlum sínum í Blue-höllinni, Íslandsmeistararnir gáfu hvergi eftir og kæmi hreinlega ekki á óvart að eftir brambolt yfir tímabilið þá endi þær keflvísku á að verða meistarar enn og aftur. Lokatölur í gær voru 88-58.
Meira

Viggó Jónsson hlaut Starfsbikar UMFT

Aðalfundur Aðalstjórnar Ungmennafélagsins Tindastóls fór fram mánudaginn 31. mars í Húsi Frítímans á Sauðárkróki. Þar fór fram hefðbundin dagskrá aðalfundar samkvæmt lögum félagsins. Á fundinum var veitt sérstök viðurkenning og Starfsbikarinn fyrir óeigingjarnt og öflugt sjálfboðaliðastarf. Féll sá heiður í hlut Viggós Jónssonar.
Meira

Stólastúlkur mæta Keflavík í Keflavík í kvöld

Það er hamagangur í öskjunni í körfuboltanum þessar vikurnar. Kvennalið Tindastóls mætir liði Keflavíkur suður með sjó í kvöld í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna. Íslandsmeistarar Keflavíkur hafa verið ógnarsterkir í fyrstu tveimur leikjum liðanna og ljóst að Stólastúlkur þurfa að eiga toppleik í 40 mínútur ætli þær sér sigur í kvöld.
Meira

Járnkallasigur í klikkuðum háspennuleik í Keflavík

Tindastóll og Keflavík mættust öðru sinni í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í Keflavík í gær. Leikurinn var frábær skemmtun og skuggalega spennandi enda skiptust liðin 17 sinnum á um að hafa forystuna og níu sinnum var staðan jöfn í leiknum. Lengstum voru Stólarnir tánögl framar heimamönnum og unnu að lokum dýsætan sigur, 93-96, og hafa því náð 2-0 forystu í einvíginu.
Meira

Stólarnir tóku fyrsta sigurinn í einvíginu gegn Keflvíkingum

Það reyndist raunin, líkt og Feykir hafði bent á í morgun, að Keflvíkingar voru sýnd veiði en ekki gefin. Þeir mættu brattir til leiks í Síkinu í kvöld í fyrstu rimmu deildarmeistara Tindastóls og Suðurnesjapiltanna í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar karla. Eftir sveiflukenndan leik þá var það loks í blálokin sem Stólarnir tryggðu sér sigurinn eftir að gestirnir höfðu leitt með fjórum stigum í hálfleik. Lokatölu 94-87 og næst liggur leiðin í Keflavíkina.
Meira

Úrslitakeppnin hjá strákunum hefst í Síkinu í kvöld

Meira