Leikdagur og Bikarstóllinn er kominn út

Forsíða Bikarblaðsins...
Forsíða Bikarblaðsins...
Í dag er leikdagur hjá meistaraflokki karla á móti Álftanesi í VÍS bikarnum og ekki seinna vænna en að fara að gíra sig upp fyrir átökin því leikurinn byrjar á slaginu 17:15 í Laugardalshöllinni. Þeir sem ætla á leikinn eru vonandi farnir af stað frá Króknum en við hin sem þurfum að vinna fylgjumst með í gegnum TV-ið, ekki satt! Þeir sem geta hins vegar ekki unnið af spenningi geta gluggað í gegnum nýja BikarStólinn sem Körfuknattleiksdeildin gaf úr í morgun en þar er margt skemmtilegt eins og t.d. viðtöl við nokkra leikmenn og fólkið bak við tjöldin. Þá er Ágúst Ingi Ágústsson með smá innslag um fyrsta körfuboltaleik Tindastóls og margt margt fleira. 
 
Fyrir þann sem er ekki búinn að kaupa miða á leikinn í kvöld getur andað rólega því það eru ennþá til miðar og hér er hægt að fjárfesta í einum slíkum á litlar 2500 kr. - drífðu þig svo út úr bænum eða þá ef þú býrð í Reykjavík þá fylgir þú góðu plani sem Sigríður Inga setti upp á Facebook-síðu KKd. Tindastóls 
 
Planið fyrir okkur á Króknum er að klára vinnudaginn þannig að maður nái að gera eitthvað af viti, stimpla sig út kl. 16:00 - hoppa út í búð og kaupa sér eitthvað til að troða í smettið á sér yfir leiknum. Kannski vera eldsnemma með kvöldmatinn og panta sér pizzu og láta senda sér heim. Vera mættur fyrir framan TV ekki seinna en 17:00 með gos í annarri og eitthvað gott í hinni og svo vona það besta. Ef svo skemmtilega vill til að við vinnum leikinn þá er úrslitaleikurinn spilaður laugardaginn 23. mars kl. 16:00 í Laugardalshöllinni og um að gera að hafa hraðar hendur ef þú ætlar að fara á þann leik því ég hef mikla trú á því að það verði uppselt á þann leik stuttu eftir að salan á miðunum hefst. 
 
Koma svo strákar - þið getið þetta - ÁFRAM TINDASTÓLL
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir