Það rýkur úr undirskriftapennanum hjá Kormáki/Hvöt
Um helgina tilkynnti Kormákur/Hvöt fjóra liðsmenn sem skrifuðu undir hjá þeim á dögunum en það eru framherjinn Artur Balicki, senterinn Kristinn Bjarni Andrason, markmaðurinn Snorri Þór Stefánsson og svo kantmaðurinn Jón Gísli Stefánsson. Á Facebook-síðunni Aðdáendasíða Kormáks/Hvatar er nánari lýsing á köppunum.
"Pólski framherjinn Artur Balicki er genginn til liðs við Kormák Hvöt frá liðinu Orleta R.P. í heimalandi hans.
Artur, sem er 24 ára, var fremsta skotmark klúbbsins þetta vorið, en hann á bæði leiki með U-19 ára landsliði Póllands og leiki með liðum í efstu deild þar í landi. Honum er lýst sem leikmanni með endalausa hlaupagetu og liðsmanni hinum mesta - leikmaður sem hugsar um allt liðið en ekki bara hversu oft hann sjálfur kemur boltanum í netið.
Hér er á ferð alvöru kanóna sem á vafalaust eftir að hrella margan varnarmann andstæðinganna, en ekki síður að gefa af sér til okkar spennandi undu leikmanna.Hlökkum til að sjá Artur í bleiku innan skamms!"
"Stormsenterinn Kristinn Bjarni Andrason er genginn til liðs við Kormák Hvöt frá Kormáki Hvöt.
Jón Gísli lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með Kormáki Hvöt árið 2019, þá aðeins á 15. aldursári. Jón Gísli lék 13 leiki með okkar liði áður en hann söðlaði um og lék með Tindastóli árin 2022 og 2023. Alls hefur hann leikið 49 meistaraflokksleiki og skoraði í þeim 8 mörk. Í lok síðustu leiktíðar var Jón Gísli valinn ungi leikmaður ársins hjá Tindastóli. Velkominn heim Jón Gísli!"
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.