Fannar Örn Kárason spilar með Úrvalsliði Norðurlands
Þessa dagana eru nokkur ungmenni fædd 2010 frá Knattspyrnudeild Tindastóls á æfingum í Boganum á Akureyri en þau hafa verið á reglulegum æfingum hjá Hæfileikamótun KSÍ í vetur.
Þær stúlkur sem hafa æft með æfingahópnum eru þær Emilía Ragnheiður Barðdal Róbertsdóttir, Dagmar Helga Helgadóttir og Jóhanna Guðrún Jóhannsdóttir og voru þær, í gær, miðvikudaginn 21. febrúar, á stífum æfingum. Þann 26. febrúar æfa drengirnir Fannar Örn Kárason og Ágúst Ingi Benediktsson með sínum æfingahóp, einnig í Boganum. Öll þessi flottu ungmenni hafa verið á reglulegum æfingum með sínum hóp í vetur og staðið sig einstaklega vel. Þá var Fannar Örn Kárason valinn til að spila með Úrvalsliði Norðurlands í Boganum, þennan sama dag, sem eru frábærar fréttir.
Til hamingju með árangurinn krakkar - ÁFRAM TINDASTÓLL
Emilía Ragnheiður - Dagmar Helga - Jóhanna Guðrún - Ágúst Ingi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.