Ísólfur Líndal Íþróttamaður USVH 2015

Á meðfylgjandi mynd má sjá tvo verðlaunahafanna ásamt öðru frambærilegu íþróttafólki sem fékk viðurkenningu fyrir að vera í efstu sjö sætunum í kjörinu. Frá vinstri; Eva Dögg Pálsdóttir, Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Aðalsteinn Grétar Guðmundsson, Ísólfur Líndal Þórisson, Hannes Ingi Másson og Vigdís Gunnarsdóttir. Ljósm./Norðanátt.is
Á meðfylgjandi mynd má sjá tvo verðlaunahafanna ásamt öðru frambærilegu íþróttafólki sem fékk viðurkenningu fyrir að vera í efstu sjö sætunum í kjörinu. Frá vinstri; Eva Dögg Pálsdóttir, Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Aðalsteinn Grétar Guðmundsson, Ísólfur Líndal Þórisson, Hannes Ingi Másson og Vigdís Gunnarsdóttir. Ljósm./Norðanátt.is

Kjöri Íþróttamanns ársins hjá USVH var lýst í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga sl. mánudag, þar sem fram fór Staðarskálamótið í körfubolta 2015. Íþróttamaður USVH árið 2015 var kjörinn Ísólfur Líndal Þórisson hestaíþróttamaður frá Lækjamóti í Víðidal en hann hlaut 35 stig í kjörinu. Norðanátt.is greinir frá. 

„Ísólfur sem keppir fyrir Hestamannafélagið Þyt hefur á undanförnum árum skipað sér í raðir bestu hestamanna landsins. Árið 2015 var honum farsælt á keppnisbrautinni og keppti hann á mörgum mótum með frábærum árangri,“ segir í frétt Norðanáttar. 

Í öðru sæti var Dagbjört Dögg Karlsdóttir körfuknattleikskona hjá Umf. Val með 27 stig og í þriðja sæti var Salbjörg Ragna Sævarsdóttir körfuknattleikskona hjá umf. Hamar með 18 stig. 

Verðlaunahafar hlutu eignarbikara og Ísólfur farandbikar auk styrks frá Landsbankanum á Hvammstanga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir