Opna Héraðsmótið í knattspyrnu á Hvammstanga
Sunnudaginn 21. ágúst verður haldið opið héraðsmót í knattspyrnu á Hvammstangavelli. Á mótinu verður spilað í tveimur flokkum 18-29 ára, það er þeir sem eru fæddir árin 1987-1998 og 30 ára og eldri.
Mótið hefst kl 14:00 og stendur eitthvað fram eftir degi. Ekki verða gerðar undantekningar með yngri leikmenn. Heimilt er fyrir leikmenn að spila niður um flokk en ekki upp um flokk.
Leiktími verður 2x10 mínútur og sex leikmenn eru inná í hverju liði en hámarks leikmanna fjöldi í hverju liði verður sjö manns. Spilað verður á völlum sem eru 1/4 af stærð knattspyrnuvallar og á yngri flokka mörk. Dómgæsla á mótinu skiptist niður á liðin og munu menn dæma leiki sem eru ekki í þeirra flokk.
Skráning liða er á netfanginu kormakur@simnet.is fyrir miðnætti laugardagskvöldið 20. ágúst. Einnig verður hægt að skrá sig sem einstaklingur án liðs á sama netfang en þá mun mótsstjórn búa til nýtt lið eða gefa sér þann rétt að fjölga leikmönnum í liðunum.
Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.