Minningarmót Þorleifs Arasonar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
09.08.2016
kl. 14.03
Miðvikudaginn 10. ágúst verður haldið minningarmót Þorleifs Arasonar á Húnavöllum. Byrjar mótið klukkan 18:00. Þar verður keppt í spjótkasti, kringlukasti og spjótkasti, bæði í kvenna og karlaflokki. Þá verða veitt verðlaun fyrir besta árangurinn í báðum flokkum og að auki fer farandbikar í hendurnar á þeim einstaklingi innan USAH sem náði besta afrekinu á mótinu. Skránin fer fram á staðnum.
Á Húnahorninu segir að mótið sé haldið til minningar um Þorleif Arason, slökkviliðsstjóra sem lést þann 11. Nóvember 1991. Þorleifur var aðeins 46 ára gamall en hann var mikill áhugamaður og þátttakandi í frjálsum íþróttum og voru kastgreinar hans sérgrein.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.