Slógu met á Meistarmóti Íslands í frjálsum 11-14 ára

Aðalheiður og Unnur Borg að loknu móti. Mynd: Húni.is.
Aðalheiður og Unnur Borg að loknu móti. Mynd: Húni.is.

Meistarmót Íslands, 11-14 ára, í frjálsum íþróttum var haldið á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum helgina sl. og átti USAH þar tvo fulltrúa, þær Aðalheiði Ingvarsdóttur og Unni Borg Ólafsdóttur, sem kepptu í flokki 12 ára. Þátttakendur á mótinu voru um 150 frá 14 félögum víðsvegar að af landinu. Frá þessu er sagt á Húna.is í gær. Stúlkurnar stóðu sig báðar með prýði og bættu sín persónulegu met í flestum greinum.

Aðalheiður hreppti gull í spjótkasti þar sem hún kastaði spjótinu 25,50 m og varð Íslandsmeistari í greininni annað árið í röð. Í kúluvarpi kastaði hún 8,42 m og hafnaði í öðru sæti og bætti þar með 15 ára gamalt héraðsmet USAH í hennar aldursflokki. Einnig stóð hún sig með ágætum í hástökki þar sem hún stökk 1,21 m og í langstökki með stökk upp á 3,52 m.

Unnur Borg tók þátt í öllum keppnisgreinum. Hún kastaði 14,82 m í spjótkasti, 7,05 m í kúluvarpi, stökk 1,06 í hástökki og 3,60 m í langstökki. Þá hljóp hún 60 metrana á tímanum 9,59 sek.

Unnur tók einnig þátt í aukagrein mótsins sem var þrístökk og var keppnin háð til heiðurs Vilhjálmi Einarssyni, silfurverðlaunahafa á Ólympíuleikunum í Mesbourne árið 1956. Unnur bætti þar héraðsmót USAH með stökki upp á 7,76 m. Fengu keppendur í verðlaunasætum í greininni viðurkenningar áritaðar af Vilhjálmi og að auki fékk sigurvegari hvers aldursflokks sérstakan platta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir