Upplýsingafundur knattspyrnudeildar Tindastóls
Knattspyrnudeild Tindastóls stendur fyrir upplýsingafundi fyrir foreldra, iðkendur og velunnara deildarinnar þriðjudaginn 17 .september, kl. 19:30 í matsal Árskóla. Til umræðu verða þjálfaramál, kennslufræði og þjálfunaraðferðir næsta tímabil.
Þetta er tækifæri fyrir foreldra/iðkendur og aðra velunnara knattspyrnu í Skagafirði til þess að kynnast þjálfurum og fá upplýsingar um þjálfunartækni fyrir komandi knattspyrnuár Tindastóls. Einnig verður opnað fyrir spurningar þar sem yfirþjálfari knattspyrnudeildar, Jay McDonough, situr fyrir svörum.
Á efniskrá:
1. Kynning á þjálfurum - 10 mín.
2. Þjálfunaraðferðir kynntar 2019-2020 - 30 mín.
- A. Kennslufræði og markmið..
B. Hvernig æfum við..
C. Hvernig spilum við…
D. Hvernig styðjum við…
3. Foreldrastuðningur/hvatning - 5 mín.
4. Spurningar og svör - 20 mín. (eða eins lengi og fólk vill spyrja Jamie)
Eru allir áhugasamir um knattspyrnu hvattir til að mæta.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.