Íþróttir

Stólastelpur heimsækja ÍR í Hertz hellinn á morgun, laugardaginn 2. nóv. kl. 16:00

Meistaraflokkur kvenna í körfubolta spilar sinn sjötta leik við ÍR á morgun kl. 16:00 í Hertz hellinum. Stelpurnar eru búnar að vera á sigurbraut og eru eins og stendur í fyrsta sæti í 1.deildinni en ÍR í 2. sæti, þær eiga hinsvegar leik til góða. Það er því mikilvægt fyrir Stólastelpur að sigra þennan leik til að halda sér á toppnum og hverjum við alla stuðningsmenn Tindastóls að mæta í Hertz hellinn og styðja þær til sigurs.
Meira

Tvö stig til Tindastóls

Tindastóll og Þór frá Akureyri mættust í Síkinu í gærkvöldi í undarlega flötum og leiðinlegum leik. Stemningsleysið inni á vellinum smitaðist upp í stúku og það var líkast því að það væri eitthvað formsatriði að ná í þessi tvö stig af Akureyringum. Það var varla fyrr en í fjórða leikhluta sem Stólarnir náðu að hnika sér örlítið frá gestunum. Lokatölur 89-77 og aðalmálið að ná í stigin tvö þó leikurinn fari ekki í sögubækurnar.
Meira

Skíðasvæðið í Tindastól heitir nú AVIS skíðasvæðið

Í gær var undirritaður á skíðasvæði Tindastóls samstarfssamningur skíðadeildar Tindastóls og bílaleigunnar AVIS sem hefur það að markmiði að „gera gott fyrir báða aðila“, eins og Viggó Jónsson, framkvæmdastjóri skíðadeildarinnar og Axel Gómez, framkvæmdastjóri AVIS, orðuðu það.
Meira

Tvöfaldur Tindastólssigur í tvíhöfða gegn Hamri

Lið Tindastóls og Hamars úr Hveragerði mættust tvívegis í Síkinu um helgina í 1. deild kvenna í körfubolta. Það fór svo að lið Tindastóls sigraði í báðum leikjunum og situr nú eitt á toppi deildarinnar, en reyndar búið að spila leik meira en næstu lið fyrir neðan. Fyrri leikurinn gegn Hamri, sem fram fór á laugardag, vannst með sex stiga mun, 78-72, en yfirburðir heimastúlkna voru meiri í síðari leiknum á sunnudeginum sem endaði 78-58.
Meira

Kormákur sækist eftir að verða Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga varð Fyrirmyndarhérað ÍSÍ á ársþingi sambandsins sl. vor og í framhaldi af því er stefnt að því að aðildarfélög þess verði Fyrirmyndarfélög. Nú sækist Ungmennafélagið Kormákur á Hvammstanga eftir því að hljóta þá viðurkenningu á næstunni.
Meira

Körfuboltaskólinn er að virka - Keppnisskór Helga Freys komnir upp á hillu.

Körfuknattleiksmaðurinn og þriggja stiga skyttan hjá Tindastól, Helgi Freyr Margeirsson, hefur lagt keppnisskóna á hilluna eins og fram hefur komið á Feyki.is. Keppnisferillinn spannar 22 ár, lengstum með meistaraflokki Tindastóls en hann var aðeins 14 ára gamall er hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik með Stólum tímabilið 1996-1997. Nú er komið að nýjum kafla í lífi Helga þar sem hann helgar sig útbreiðslu íþróttarinnar í Körfuboltaskóla Norðurlands vestra og hafði Feykir samband við kappann og forvitnaðist um sem þá vinnu.
Meira

Stólastelpur mæta Hamarsstelpum í Síkinu á morgun, sunnudaginn 27. okt. kl. 13:00

Það er skyldumæting í Síkið á morgun, sunnudaginn 27. október, þegar Stólastelpur mæta Hamarsstelpum frá Hveragerði í sínum fimmta leik í 1. deildinni. Þessi tvö lið mættust í dag í Síkinu og unni Stólastelpur 78-72. Stólastelpur eru þá búnar að vinna þrjá leiki og tapa einum en Hamar er búið að tapa öllum sínum fjórum leikjum. Við hvetjum alla þá sem geta að mæta í Síkið á morgun kl. 13:00 og styðja stelpurnar okkar til sigurs. Áfram Tindastóll.
Meira

Stólastelpur mæta Hamarsstelpum í Síkinu á morgun, laugardaginn 26. okt. kl. 16:00

Það er skyldumæting í Síkið á morgun, laugardaginn 26. október, þegar Stólastelpur mæta Hamarsstelpum frá Hveragerði í sínum fjórða leik í 1. deildinni. Stólastelpur eru búnar að vinna tvo leiki og tapa einum en Hamar er búið að tapa öllum sínum þrem leikjum og er þeim spáð neðsta sæti í deildinni í vetur. Þá spila Stólastelpur aftur við Hamarsstelpur á sunnudaginn kl. 13. Það er því um að gera að fara í Síkið bæði á laugardaginn og sunnudaginn og hvetja stelpurnar okkar áfram til sigurs. Áfram Tindastóll.
Meira

Svekkjandi tap eftir framlengdan leik á Hlíðarenda

Tindastólsmenn máttu bíta í það súra epli að tapa fyrir liði Vals á Hlíðarenda í kvöld eftir sveiflukenndan leik. Stólarnir eiga því ekki að venjast að tapa fyrir Val en Valsmenn hafa ekki í mjög langan tíma teflt fram jafn góðu liði og nú. Eftir flottan fyrri hálfleik Stólanna komu þeir rauðu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og eftir æsispennandi lokamínútur var framlengt. Í framlengingunni gerði Pavel gæfumuninn, setti niður langan þrist þegar tæpar þrjár sekúndur voru eftir, og Stólarnir náðu ekki að kvitta. Lokatölur 95-92.
Meira

Vigdís Edda til Breiðabliks

Baráttujaxlinn í spútnikliði Tindastóls í Inkasso- deildinni í sumar, Vigdís Edda Friðriksdóttir, ætlar að söðla um þar sem hún hefur skrifað undir tveggja ára samning við eitt besta lið Pepsí Max deildarinnar, Breiðablik. Vigdís Edda er fædd árið 1999 og leikur alla jafnan sem miðjumaður.
Meira