Margrét Rún og Marsilía á hæfileikamóti KSÍ
Þær Margrét Rún Stefánsdóttir, og Marsilía Guðmundsdóttir úr Tindastól hafa tekið þátt í fjölmörgum hæfileikamótum hjá KSÍ undanfarin tvö ár. Um síðustu helgi voru þær valdar til þess að fara suður yfir heiðar og spila nokkra leiki í Kórnum með u.þ.b. 60 öðrum stelpum úr ýmsum liðum af öllu landinu. Báðar eru þær 14 ára og eiga því möguleika á að vera valdar í U15.
Margrét Rún Stefánsdóttir er markmaður og vann sér það til frægðar að leika í fyrsta skipti með meistaraflokki kvenna er henni var skipt inn á í síðasta leik Tindastólsgegn ÍR sl. föstudag.
Marsilía Guðmundsdóttir spilar bakvörð og væntanlega er ekki langt að bíða þess að hún banki upp á í meistaraflokki einnig.
Fyrir hina ættófróðu þá er Margrét Rún dóttir Stefáns Reynissonar og Einarínu Einarsdóttur en Marsilía dóttir Guðmundar Loftsonar og Helgu Fanneyjar Salmannsdóttur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.