Íþróttir

Jæja, hversu gaman var þetta?

Það var ekkert steindautt stórmeistarajafntefli í Síkinu í gærkvöldi þegar Tindastólsmenn tóku á móti vinum sínum úr Vesturbænum. Gestirnir í KR fóru vel af stað en smá saman drógu Stólarnir þá inn og úr varð alvöru bardagi þar sem leikmenn grýttu sér á lausa bolta og jaxlar voru bruddir eins og bismark-brjóstsykur. Það skemmdi síðan ekki fyrir að sigurinn féll með okkar mönnum eftir hálfgert þrátefli síðustu mínútuna sem er sennilega ein sú lengsta og æsilegasta sem leikin hefur verið í Síkinu og er þó um ágætt úrval að ræða. Lokatölur 80-76 fyrir Tindastól.
Meira

„Þurfum að koma klárir í hvern leik“

„Nei, nei, ekkert að hugsa um að hætta, það þýðir ekkert meðan líkaminn leyfir þá er allt í lagi að halda aðeins áfram,“ segir Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls í körfunni, en hann skrifaði undir til tveggja ára við deildina í gær eins og Feykir sagði frá í gær. „Þetta er bara frábært að gera samning við svo marga í einu og það að Jaka skuli gera samning til tveggja ára. Það er þá kominn góður kjarni og við byggjum á þessu og höfum bara gaman. Þetta skiptir máli.“
Meira

Sterkur kjarni heimamanna skrifar undir til næstu tveggja ára hjá körfuknattleiksdeild Tindastól

Í dag tilkynnti körfuknattleiksdeild Tindastóls að samningar hafi verið undirritaðir við góðan kjarna heimamanna til næstu tveggja ára. Þetta er í samræmi við þá uppbyggingu á liðinu sem til kom með þriggja ára ráðningu Baldurs Þórs Ragnarssonar síðastliðið vor. „Við höfum mikla trú á því að til að ná árangri í körfubolta þurfum við góðan kjarna heimamanna með skynsömum viðbótum,“ sagði Ingólfur Jón Geirsson, formaður deildarinnar á blaðamannafundi í húsakynnum sýndarveruleika 1238 í dag.
Meira

Tindastólsmenn sterkari á Akureyri

Tindastólsmenn brunuðu norður á Akureyri í gær og léku við sprækt lið Þórsara í 16. umferð Dominos-deildarinnar. Heimamenn voru vel studdir og stemningin mögnuð í Höllinni en ríflega 500 manns skemmtu sér vel yfir fjörugum leik liðanna. Það væri kannski synd að segja að leikurinn hafi verið jafn en lið Þórs var þó aldrei nema góðum spretti frá því að stríða Stólunum. Strákarnir okkar stóðu í lappirnar á lokakaflanum og fleyttu heim góðum stiga sigri og fóru kátir heim á Krók með tvö stig í pokanum. Lokatölur 86-96.
Meira

Miklar fréttir frá kvennaboltanum – María skrifar undir hjá Stólum, nýr markmaður og Jónsi í þjálfarateymið

María Dögg Jóhannesdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Tindastóls sem eru góðar fréttir en sögur höfðu heyrst að hún ætlaði að söðla um og reyna fyrir sér annars staðar. Þá hefur markmaðurinn Amber Michel einnig skrifað undir samning en hún kemur frá San Diego.
Meira

Krækjur þegar búnar að tryggja sér áframhaldandi setu í 2. deildinni

Helgina 18. og 19. janúar fór fram önnur törnering af þremur á Íslandsmóti í blaki í íþróttamiðstöðinni Varmá hjá Aftureldingu. Krækjurnar spila í 2. deild annað árið í röð eftir að hafa afþakkað sæti í þeirri 1. deild þar sem keppnisfyrirkomulag hentaði ekki liðinu.
Meira

„Í næsta leik verða allir fjórir okkar bestu leikhlutar“

Það er búið að ganga frekar brösuglega hjá Stólastúlkum í körfunni að undanförnu. Liðið var lengstum í einu af tveimur efstu sætum 1. deildar fram að jólum en sex tapleikir í röð hafa heldur slegið á bjartsýninina og er liðið nú í fimmta sæti. Feykir hafði samband við Árn Eggert Harðarson, þjálfara Tindastóls, og bað hann að fara yfir ástæður fyrir erfiðu gengi liðsins. Það er engan bilbug að finna á Árna sem er ánægður með framlag stelpnanna við erfiðar aðstæður og er hann bjartsýnn á framhaldið.
Meira

Tapleikir gegn Grindvíkingum

Kvennalið Tindastóls í körfunni spilaði tvo leiki við Grindavík-b um helgina og fóru báðir leikirnir fram í Mustad-höll Grindvíkinga. Stólastúlkur unnu báða heimaleiki sína gegn Suðurnesjastúlkunum hér heima en nú fór á annan veg því stelpurnar töpuðu í tvígang og hafa nú tapað sex leikjum í röð í 1. deildinni. Það munaði talsvert um að reynsluboltinn Petrúnella Skúladóttir var í liði heimastúlkna en hún skoraði grimmt og hirti fjölda frákasta.
Meira

Valsmenn kipptu fótunum undan Stólunum

Tindastóll og Valur mættust í Síkinu í gærkvöldi í 15. umferð Dominos-deildarinnar. Valsmenn hafa verið Stólunum erfiðir upp á síðkastið, töpuðu ósanngjarnt fyrir ári í Síkinu eftir framlengingu en unnu Stólana svo í framlengingu í haust. Stuðningsmenn Stólanna voru engu að síður bjartsýnir fyrir leikinn í gær, enda nýr kani liðsins, Deremy Geiger, loks kominn með leikheimild. Það dugði þó ekki til því Valsmenn, með Austin Bracey óstöðvandi, unnu og þurftu ekki framlengingu til að þessu sinni. Lokatölur 89-91 og lið Tindastóls hefur nú tapað þremur af fjórum leikjum sínum í janúar.
Meira

Deremy Terrell Geiger verður með Stólunum í kvöld

Leikur Tindastóls gegn Val í 15. umferð Domino’s deild karla fer fram klukkan 18:30 í Síkinu í kvöld. Stólarnir eiga harma að hefna þar sem Valsarar tóku fyrri leikinn eftir að Pavel setti niður langan þrist þegar tæpar þrjár sekúndur voru eftir í framlengingu og unnu 95-92. Það munu Stólar ekki láta gerast aftur. Allra nýjustu fréttir herma að Deremy Terrell Geiger sé kominn með leikheimild en ótrúlegar tafir hafa verið í kerfinu með þau mál fyrir kappann.
Meira