Íþróttir

Skellur á snjóhvítu gervigrasinu

Tindastóll og Þróttur Vogum mættust í hríðinni á laugardag og var leikið á gervigrasinu á Króknum. Tindastólsmenn voru ansi fáliðaðir og varð þjálfari liðsins, James Alexander McDonough að reima á sig takkaskóna. Það dugði þó ekki til því piltarnir úr Vogunum unnu öruggan 1-5 sigur.
Meira

B-lið Keflavíkur hafði betur gegn Stólastúlkum

Lið Tindastóls tók á móti Keflavík b í 1. deild kvenna í körfubolta nú á laugardaginn í Síkinu. Stólastúlkum hefur gengið afleitlega það sem af er ári en að þessu sinni fékk Árni Eggert meira framlag frá sínum stúlkum og það var ekki fyrr langt var liðið á þriðja leikhluta að gestirnir snéru leiknum sér í hag. Enn eitt tapið var því niðurstaðan en lokatölur leiksins urðu 62-74 fyrir Keflavík b.
Meira

Jafntefli hjá Stólunum í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum

Tindastólsmenn, sem munu leika í 3. deildinni í sumar, hafa loks náð að safna í lið og eru komnir á ferðina í Lengjubikarnum. Þar mættu strákarnir liði Sindra frá Höfn í Hornafirði og var spilað í Skessunni í Hafnarfirði. Lokatölur urðu 2-2 eftir að Hornfirðingar jöfnuðu undir lok venjulegs leiktíma.
Meira

Einar Ísfjörð á úrtaksæfingar U15 karla

Einar Ísfjörð Sigurpálsson á Sauðárkróki hefur verið valinn í hóp fyrir úrtaksæfingar U15 landsliðs karla í knattspyrnu sem fram fara í Skessunni, Kaplakrika dagana 4.-6. mars.
Meira

Ísak Óli með fern verðlaun á MÍ í frjálsum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í Kaplakrika í Hafnarfirði um síðustu helgi þar sem keppt var í tólf einstaklingsgreinum og boðhlaupi, bæði í kvenna- og karlaflokkum. Ísak Óli Traustason var öflugur og sté fjórum sinnum á verðlaunapall.
Meira

Tap gegn toppliði Fjölnis

Kvennalið Tindastóls hélt áfram þrautagöngu sinni á árinu 2020 þegar stelpurnar heimsóttu topplið Fjölnis í Grafarvoginum sl. laugardag. Eftir ágætan fyrsta leikhluta Tindastóls náðu heimastúlkur að búa til gott forskot fyrir hlé og það reyndist þeim ekki mikið vandamál að sigla heim sigrinum. Lið Tindastóls er því enn án sigurs á árinu. Lokatölur 93-66.
Meira

Simmons og Tindastóll skilja að skiptum

Körfuknattleiksdeild Tindastóls sendi frá sér tilkynningu nú undir kvöldið þar sem greint er frá því að Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Gerel Simmons hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann yfirgefi herbúðir Stólanna og leiti á önnur mið.
Meira

Pétur Rúnar, afmælisbarn dagsins, leikur með íslenska körfuknattleiksliðinu í kvöld

Körfuboltakappinn í Tindastól, Pétur Rúnar Birgisson, fagnar 24 ára afmæli sínu í dag á leikdegi íslenska landsliðsins sem etur kappi við landslið Kosovo í Pristhina og fékk hann að sjálfsögðu afmælisköku í tilefni dagsins. Leikurinn markar upphaf liðsins í forkeppni að undankeppni HM 2023 og verður í beinni útsendingu á RÚV2 kl. 18.
Meira

Vel heppnað Norðurlandsmót í júdó fór fram á Blönduósi

Norðurlandsmót í Júdó var haldið á Blönduósi þann 8. febrúar síðastliðinn en alls mættu 35 keppendur frá þremur júdófélögum á Norðurlandi: Tindastóli, Pardusi á Blönduósi og KA á Akureyri. Norðurlandsmót hafa verið haldin á Blönduósi frá árinu 2015 og er þetta fimmti veturinn í röð sem það er haldið.
Meira

Tveir Skagfirðingar í landsliðshópnum

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur leik í forkeppni að undankeppni HM 2023 á næstu dögum. Tveir Skagfirðingar eru í hópnum en það eru Tindastólsmaðurinn Pétur Rúnar Birgisson og Sigtryggur Arnar Björnsson sem spilar með Grindavík. Auk þess má nefna að Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, er aðstoðarþjálfari Craig Pedersen landsliðsþjálfara og Baldur er sömuleiðis styrktarþjálfari liðsins.
Meira