Skrifað undir við sterkan kjarna Stólastúlkna í körfunni

Þær sem skrifuðu undir í 1238 í gær Telma Ösp Einarsdóttir, Eva Rún Dagsdóttir, Katrín Eva Óladóttir, Marín Lind Ágústsdóttir, Hildur Heba Einarsdóttir, Kristín Halla Eiríksdóttir og Inga Sólveig Sigurðardóttir. Á myndina vantar Berglindi Ósk Skaptadóttur, Kristlaugu Evu Wium Elíasdóttur, Karen Lind Helgadóttur og Dominique Toussaint sem skrifuðu undir á öðrum vettvangi. Myndir af FB-síðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls.
Þær sem skrifuðu undir í 1238 í gær Telma Ösp Einarsdóttir, Eva Rún Dagsdóttir, Katrín Eva Óladóttir, Marín Lind Ágústsdóttir, Hildur Heba Einarsdóttir, Kristín Halla Eiríksdóttir og Inga Sólveig Sigurðardóttir. Á myndina vantar Berglindi Ósk Skaptadóttur, Kristlaugu Evu Wium Elíasdóttur, Karen Lind Helgadóttur og Dominique Toussaint sem skrifuðu undir á öðrum vettvangi. Myndir af FB-síðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls.

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá samningum við sterkan kjarna heimastúlkna fyrir komandi tímabil í 1. deild kvenna en að auki hefur verið samið við tvo leikmann frá Akureyri, Kristlaugu Evu Wium Elíasdóttir og Karen Lind Helgadóttur, og einn erlendan leikmann, Dominique Toussaint, og er liðið nú fullmannað fyrir komandi átök að sögn Árna Eggerts Harðarsonar þjálfara.

Á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar kemur fram að áætlað sé að deildakeppnin hefjist undir lok september og er haft eftir Árna Eggerti Harðarsyni að mikilvægt sé að gengið hafi verið frá samningum við leikmenn með góðum fyrirvara þannig að hægt sé að einbeita sér að æfingum.

Eftirtaldir leikmenn skrifuðu undir samninga við Stóla til eins árs í dag:

Telma Ösp Einarsdóttir
Inga Sólveig Sigurðardóttir
Kristín Halla Eiríksdóttir
Katrín Eva Óladóttir

Marín Lind Ágústsdóttir
Eva Rún Dagsdóttir
Hildur Heba Einarsdóttir
Berglind Ósk Skaptadóttir

Kristlaug Eva Wium Elíasdóttir
Karen Lind Helgadóttir

Hin bandaríska Dominique Toussaint, er væntanleg til landsins í byrjun september og segir Árni Eggert í færslunni að þar sé um að ræða sterkan leikmann sem geti leyst hvaða stöðu sem er á vellinum. Góður andi sé í hópnum og stelpurnar hlakki til að gera enn betur en síðasta tímabil en þá endaði liðið í 5. sæti. Á Facebooksíðu Körfuknattleiksdeildar má sjá nokkrar myndir frá undirritun samninga sem fór fram í sal 1238: The battle of Iceland á Sauðárkróki í gær og af þeim Eyfirsku sem skrifuðu undir nyrðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir