Norðurlands Jakinn um helgina
Norðurlands Jakinn, aflraunakeppni sterkustu manna landsins, fer fram á Norðurlandi um næstu helgi, dagana 22. og 23. ágúst og er hún í anda Vestfjarðarvíkingsins. Keppt verður í sex greinum í nokkrum bæjarfélögum á Norðurlandi, m.a. á Hvammstanga og Skagaströnd. Aðgangur er ókeypis og er almenningur hvattur til að mæta og sjá sterkustu menn landsins sýna krafta sína.
Laugardaginn 22. ágúst klukkan 11:00 verður keppt á Hvammstanga í drumbalyftu við félagsheimilið og í uxagöngu á hafnarsvæðinu. Klukkan 16:00 verður keppt í réttstöðulyftu og bóndagöngu við Hnappastaðatún á Skagaströnd.
Sunnudaginn 23. ágúst klukkan 11:30 verður keppt í kasti yfir vegg við Heimskautsgerðið á Raufarhöfn og klukkan 15:00 í helluburði við íþróttasvæðið í Ásbyrgi.
Vegna kórónuveirufaraldursins eru áhorfendur minntir á tveggja metra regluna og að halda fjarlægð við keppendur.
/huni.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.