Íþróttir

Fylkisstúlkur reyndust sterkari á fótboltasvellinu

Fótboltastelpur Tindastóls léku æfingaleik við Fylki fyrir sunnan sl. sunnudag og urðu að láta í minni pokann gegn þaulreyndu Pepsi Max liði heimastúlkna sem sigraði 5-1. Stólastúlkur sýndu ágæta takta í fyrri hálfleik en lið Fylkis var þó 2-1 yfir í hálfleik. Þær létu svo kné fylgja kviði í síðari hálfleik.
Meira

Sigur í Þorlákshöfn eftir framlengingu

Það má kannski segja að Tindastólsmenn hafi verið komnir með bakið upp að vegg þegar þeir héldu í Þorlákshöfn í gær til að etja kappi við spútniklið Þórsara. Heimamenn voru á hörkusiglingu og höfðu gjörsigrað bæði lið ÍR og KR í leikjunum á undan á meðan Stólarnir hafa hafa verið hálf taktlausir. Það var því heldur betur ljúft að sjá strákana ná sigri eftir framlengdan háspennuleik en lokatölur voru 103-104.
Meira

Sveinbjörn Óli tók þátt í innanfélagsmóti ÍR - Bætti sig í 60m hlaupi og sigraði

Á dögunum var lítið innanfélagsmót haldið fyrir iðkendur ÍR og var það kærkomið á tímum Covid-19. Skagfirðingurinn Sveinbjörn Óli Svavarsson fékk þátttökurétt þar sem hann æfir með því félagi á meðan hann dvelur fyrir sunnan. Segist hann hafa fengið að fljóta með og keppa og þakkaði pent fyrir sig með því að sigra í 60 metra hlaupi og bætti hann auk þess sinn persónulega árangur.
Meira

Annað erfitt tap Tindastólsstúlkna

Tindastólsstúlkur sóttu Stjörnuna heim í Garðabæinn í dag í 1. deild kvenna í körfubolta. Heimastúlkur náðu snemma yfirhöndinni og stungu raunar gestina af strax í fyrsta leikhluta. Vonandi tekst að styrkja lið Tindastóls von bráðar því það er erfitt að fá ítrekað skelli. Lokatölur voru 90-48.
Meira

Eðalfæri í Tindastólnum

Skíðaáhugamenn gætu gert margt vitlausara en að finna fjalirnar sínar og bruna upp á skíðasvæðið í Tindastólnum en þar er nú klassa skíðafæri og opið til níu í kvöld í blússandi fínu veðri – muna samt að klæða sig vel og ekki gleyma grímunum og passa upp á sóttvarnirnar!
Meira

Startkaplar óskast á stuðlausa Stóla!

Ágætur sigur gegn Hetti sl. mánudag reyndist gefa falska von um að Stólarnir væru búnir að hysja upp um sig eftir dapurt gengi í fyrstu umferðum Dominos-deildarinnar. Í gær fóru strákarnir okkar norður á Akureyri og því miður voru það heimamenn sem voru baráttuglaðari, betri og meiri töffarar. Eftir ágætan fyrri hálfleik fengu Stólarnir 36 stig á sig í þriðja leikhluta og varnarleikur liðsins efni í sorgarsöngva – eða gamanmál. Leikurinn var engu að síður spennandi allt til loka en niðurstaðan var 103-95 tap gegn Þór Akureyri.
Meira

Kormákur/Hvöt leitar þjálfara

Knattspyrnusumarið 2021 er handan við hornið og nú býðst metnaðarfullum þjálfara tækifæri til að setja mark sitt á það. Meistaraflokkur Kormáks/Hvatar horfir spenntur til sumarsins, þar sem stefnt er að því að gera enn betur en síðustu leiktíðir.
Meira

Keppt verður um VÍS BIKARINN í körfunni

Í dag var Tryggingafélagið VÍS kynnt til sögunnar sem nýr bakhjarl Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) og því ljóst að framundan verður barist um VÍS BIKARINN í bikarkeppni KKÍ. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem VÍS styður við KKÍ með þessum hætti. „KKÍ hefur unnið frábært starf undanfarin ár og hafa vinsældir körfuboltans aukist jafnt og þétt. Ljóst er að mikil samlegð er í áherslum KKÍ og VÍS í lýðheilsu. VÍS beinir því spjótunum að forvörnum, samfélaginu til heilla ─ en íþróttir eru frábær forvörn, fyrir líf og sál,“ segir í tilkynningu sem barst fjölmiðlum í dag.
Meira

Helgi Rafn segir Stóla skora nóg og vörnin að smella – Grannaslagur á morgun

Það gengur á ýmsu hjá karlaliði Tindastóls í körfuboltanum, þéttskipuð leikjadagskrá, tómar áhorfendastúkur, ósigrar á heimavelli, vont ferðaveður og flughálir þjóðvegir. Ekki var hægt að ferðast til Egilsstaða sl. sunnudag vegna ófærðar svo leik Stóla og Hattar var frestað um einn dag. Á leiðinni austur vildi ekki betur til en svo að Tindastólsrútan endaði utan vegar og var leiknum af þeim sökum frestað um þrjú korter. Sem betur fer fór hún ekki á hliðina og tjónið því ekkert.
Meira

Tvö stig til Stólanna í sveifluleik á Egilsstöðum

Tindastólsmenn ráku af sér sliðruorðið í kvöld þegar þeir mættu liði Hattar á Egilsstöðum. Leikurinn var ansi kaflaskiptur og Stólarnir spiluðu síðasta stundarfjórðunginn án Shawn Glover sem fékk þá sína aðra tæknivillu. Án hans gerðu strákarnir okkar vel, juku muninn jafnt og þétt á lokakaflanum eftir áhlaup heimamanna og lönduðu mikilvægum sigri. Lokatölur voru 86-103.
Meira