Íþróttir

Lið Ármanns hafði sigur í Síkinu

Síðasti heimaleikur Stólastúlkna í 1. deild kvenna fór fram í kvöld en þá kom lið Ármanns í heimsókn. Leikurinn var jafn lengstum en slök hittni Tindastóls í fjórða leikhluta vóg ansi þungt í lokin þrátt fyrir ágætan varnarleik. Það fór svo að gestirnir að sunnan tóku stigin tvö og unnu, 61-70.
Meira

Acai allra meina bót

Síðasta púsl í heimsmynd Kormáks Hvatar þetta sumarið hefur verið fundið og fellur sérlega vel að restinni. Skrifað hefur verið undir samninga við varnarmanninn Acai Elvira um að binda saman vörnina í sumar og kemur hann til móts við félaga sína nú innan skamms.
Meira

Stólastúlkur taka á móti liði Ármanns í körfunni

Lið Tindastóls í 1. deild kvenna í körfubolta á eftir að spila tvo deildarleiki áður en liðið hefur leik í úrslitakeppninni. Fyrri leikurinn verður í Síkinu annaðkvöld kl. 20:00 en þá taka stelpurnar á móti liði Ármanns.Síðan er útleikur á laugardaginn gegn Fjölni. Feykir hafði samband við Árna Eggert, þjálfara Stólastúlkna, og spurði út í markmið liðsins.
Meira

Keflvíkingar einfaldlega besta liðið

Nýkrýndir deildarmeistarar Keflavíkur komu í Síkið í gær í 20. umferð Dominos-deildarinnar. Tindastólsmenn hófu leik með ágætum, voru yfir eftir fyrsta fjórðung en svo kom það bersýnilega í ljós að Keflavík er með langbesta liðið í deildinni því þó svo að þeir væru án Harðar Axels þá var tilfinningin sú að þeir væru alltaf með leikinn í höndum sér. Þegar upp var staðið fóru þeir dökkbláu heim með stigin tvö. Lokatölur 71-86.
Meira

Stelpurnar með seiglusigur gegn Vestra

Stólastúlkur brunuðu á Ísafjörð í gær þar sem þær léku við lið Vestra í 1. deild kvenna. Lið Ísfirðinga hafði aðeins hlotið tvö stig í leikjum vetrarins en lið Tindastóls hafði unnið fimm leiki af14. Raunar höfðu þær vestfirsku unnið annan leikinn í svokölluðum tvíhöfða hér á Króknum sl. haust en í kjölfar kófsins var leikjum í 1. deild kvenna fækkað og úrslitin í leiknum sem Vestri vann strikuð út. Þær voru því æstar í að næla í glötuðu stigin tvö en frábær tíu mínútna kafli Tindastóls seint í leiknum skóp fínan sigur gestanna. Lokatölur 64–73.
Meira

Geggjað veður og brjálæðislega góð mæting

Umhverfisdagur Fisk Seafood og knattspyrnudeildar Tindastóls fór fram á Sauðárkróki í dag í björtu og stilltu veðri. Var rusl plokkað og tekið til frá klukkan tíu í morgun og stóð í fjóra tíma. Þátttaka tuðrusparkara og aðstandenda þeirra var „brjálæðislega góð“ eins og Feykir hafði eftir einum þátttakenda.
Meira

Kærkominn Stólastúlknasigur á liði Þórs/KA

Lið Tindastóls og Þórs/KA mættust á Sauðárkróksvelli í gær í skítakulda en leikurinn var liður í Kjarnafæðismótinu. Gestirnir voru sterkari aðilinn í leiknum og þær gerðu eina mark leiksins snemma í fyrri hálfleik en sem betur fer fyrir heimastúlkur þá var um sjálfsmark að ræða. Lið Tindastóls vann því leikinn 1-0 og ekki ósennilegt að um hafi verið að ræða fyrsta sigurleik Stólastúlkna gegn Þór/KA.
Meira

Haukar höfðu betur í Hafnarfirði

Tindastólsmenn heimsóttu Hafnarfjörðinn í gær en bæði lið voru ósigruð eftir síðustu kófpásu. Lið Hauka var engu að síður í fallsæti en hafði unnið KR í síðasta leik og mátti því búast við því að hart yrði barist. Með sigri hefðu Haukar geta gert sér vonir um að halda sæti sínu í deildinni en Stólarnir bætt stöðu sína í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og jafnað KR og Val að stigum. Leikurinn var hnífjafn og spennandi en á endanum voru það heimamenn í Haukum sem hirtu stigin tvö, sigruðu 93-91.
Meira

Atli Jónasson ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Tindastóls

Atli Jónasson hefur verið ráðinn til starfa hjá Knattspyrnudeild Tindastóls en hann kemur til félagsins frá Stjörnunni. Á heimasíðu félagsins kemur fram að Atli muni verða aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla auk þess að gegna hlutverki yfirþjálfara yngra flokka félagsins og þjálfa 3. og 4. flokk karla.
Meira

Vel heppnað Snocross-mót í Tindastólnum

Snocross-mót fóru fram á skíðasvæðinu í Tindastóli nú um helgina og var keppt bæði laugardag og sunnudag. Mótshald tókst vel en aðstæður voru fínar á laugardag en þoka setti strik í reikninginn á sunnudegi. Það var Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar sem hélt mótið með góðri aðstoð frá sleðaköppum frá Akureyri.
Meira