Eðalfæri í Tindastólnum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
29.01.2021
kl. 14.49
Skíðaáhugamenn gætu gert margt vitlausara en að finna fjalirnar sínar og bruna upp á skíðasvæðið í Tindastólnum en þar er nú klassa skíðafæri og opið til níu í kvöld í blússandi fínu veðri – muna samt að klæða sig vel og ekki gleyma grímunum og passa upp á sóttvarnirnar!
„Ný troðinn snjór er í fjallinu og her er logn!“ segir á Facebook-síðu skíðasvæðisins.
Reikna má með ágætu skíðafæri og -veðri um helgina en spáð er hægum vindi á morgun en frostið gæti bitið kinn en það verður sennilega í kringum -10 gráðurnar um helgina. Reyndar er spáð hægum vindi langt fram í næstu viku með tilheyrandi febrúarfrosti þannig að skíðafólk ætti að geta rennt sér sem aldrei fyrr.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.