Aðalfundur UMFT verður rafrænn
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
26.03.2021
kl. 08.36
Aðalfundur aðalstjórnar Ungmennafélagsins Tindastóls, sem vera átti í Húsi frítímans miðvikudaginn 31. mars, verður haldinn rafrænt og hefst klukkan kl. 20. Hlekkur inn á fundinn verður auglýstur síðar.
Um hefðbundin aðalfundarstörf verður að ræða og er eftirfarandi:
- Formaður setur fundinn.
- Kosinn fundarstjóri.
- Kosinn fundarritari.
- Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til samþykktar.
- Formaður flytur ársskýrslu félagsins.
- Gjaldkeri leggur fram reikningatil samþykktar.
7. Umræður um skýrslu formanns og gjaldkera og reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
- Tillögur lagðar fyrir fundinn.
- Veittar viðurkenningar og styrkir
(Íþróttamaður Tindastóls og Minningarsjóður Rúnars Inga Björnssonar).
- Kaffihlé.
- Umræður og afgreiðsla tillagna.
- Lagabreytingar.
- Gjaldkeri leggur fram fjárhagsáætlun aðalstjórnar til samþykktar og deilda til staðfestingar.
- Ákveðin árgjöld félagsins
- Stjórnarkjör aðalstjórnar:
- Kosinn formaður.
- Kosinn gjaldkeri.
- Kosnir tveir skoðunarmenn og tveir til vara.
- Önnur mál
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.