Hvar er sanngirnin í þessu?!?
Herra Hundfúlum var bent á það að næstu tveir leikir Stólastúlkna í 1. deild kvenna í körfunni væru gegn Hamri og Þór og síðan Aþenu, Leikni og UMFK. Er ekki ansi ósanngjarnt að þær þurfi að spila við fimm félög í tveimur leikjum? Hvar er jafnræðisreglan núna?
Fleiri fréttir
-
Fyrirlestur um fornleifarannsóknir í Hjaltadal
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 04.12.2024 kl. 11.30 gunnhildur@feykir.isLaugardaginn 7. desember kl. 14:00 verður haldinn fyrirlestur í aðalbyggingu Háskólans á Hólum um frumniðurstöður fornleifarannsóknar sem farið hefur fram í Hjaltadal undanfarin fjögur sumur.Meira -
Skagfirðingur tekur við stöðu bæjarstjóra á Ísafirði
Í alþingiskosningunum um liðna helgi kusu Norðvestlendingar bæjarstjórann á Ísafirði á þing. Ísfirðingar voru fljótir til og skipuðu Skagfirðing í embættið í stað Örnu Láru Jónsdóttur, oddvita Samfylkingarinnar. Það er Sigríður Júlía Brynleifsdóttir frá Dalsmynni í Hjaltadal sem verður næsti bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.Meira -
Góð mæting á Kirkjutorgið þó veðrið hafi ekki spilað með
Veðrið var kannski ekki í jólaskapi á laugardaginn þegar ljós voru tendruð á jólatré Króksara á Kirkjutorginu. En það var í það minnsta hvít jörð sem er jú alltaf jólalegra og bjartara. Sagt er frá því í frétt á vef Skagafjarðar að íbúar hafi ekki látið kuldann og vindinn á sig fá og var vel mætt – margir örugglega fullir af fjöri og krafti eftir að hafa skóflað í sig gómsætu á fjölmennu jólahlaðborði Rótarýklúbbsins.Meira -
Rosaleg endurkoma Stólastúlkna í lokafjórðungnum gegn toppliðinu
Stólastúlkur mættu toppliði Hauka í Bónus deildinni í kvöld í kostulega sveiflukenndum leik. Gestirnir voru ellefu stigum yfir fyrir lokafjórðunginn og höfðu spilað vel í öðrum og þriðja leikhluta og gjörsamlega slegið heimastúlkur út af laginu en þær höfðu átt glimrandi leik í fyrsta leikhluta. En Stólastúlkur gáfust ekki upp, snéru leiknum sér í hag og komust yfir með þristi frá Brynju Líf þegar þrjár og hálf mínúta var eftir og þá var orkan okkar megin. Lokatölur 90-86 og sannarlega frábær sigur í höfn.Meira -
Húnaþing vestra bætir í árlegan styrk til Elds í Húnaþingi
Á dögunum var undirritaður nýr styrktarsamningur Húnaþings vestra og hátíðarinnar Eldur í Húnaþingi sem haldin er í lok júlí ár hvert. Fram kemur í frétt á heimasíðu Húnaþings vestra að nýi samningurinn sé til fimm ára og er sveitarfélagið með honum að auka stuðning við hátíðina verulega, bæði hvað varðar bein fjárframlög sem og með gjaldfrjálsum afnotum af Félagsheimilinu Hvammstanga og húsnæði stofnana sveitarfélagsins.Meira
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.