Fréttir

Dagur í Austurdal :: Afmæli Ábæjarkirkju

Sumarið er tíminn. Það er besti tíminn og þó fylgir honum áhætta. Á mannamótum og tyllidögum að sumri viljum við hafa sól í heiði og logn, svo að fólk njóti samfunda í blíðviðri. Við messu á Ábæ er gott veður, eða oftast. Þá er það þannig að þótt lagt sé af stað að heiman í rigningu er dalurinn baðaður sól. Veðurspá var heldur óhagstæð vonum fólks þegar leið að messunni í ár og skipti það þó ekki minnstu máli, þar sem um aldarafmæli helgidómsins var að ræða.
Meira

Skipulagsmál skólasvæði Varmahlíðar og nærumhverfis auglýst

Fram kemur á vef Skagafjarðar að sveitastjórn hafi samþykkt á fundi þann 17. Ágúst að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir skólasvæði Varmahlíðar og nærumhverfi.
Meira

Dýrin á Fróni eftir Alfreð Guðmundsson komin út :: Útgáfufögnuður nk. laugardag

Útgáfufögnuður bókarinnar Dýrin á Fróni, eftir Alfreð Guðmundsson grunnskólakennara á Króknum, verður haldinn næstkomandi laugardag í sal Árskóla á Sauðárkróki og eru öll þau sem áhuga hafa að koma og kynna sér bókina og næla sér í eintak hjartanlega velkomin, segir Alfreð, og bendir á að í boði verður kaffi og kruðerí í tilefni dagsins.
Meira

Borðspil - King of Tokyo

King of Tokyo er tveggja til sex mann spil þar sem leikmenn eru skrímsli sem ráðast á Tokyo-borg og berjast við önnur skrímsli. Þetta gera leikmenn með því að kasta teningum og reyna að fá viðeigandi tákn og tölur í sem mestu mæli. Hver leikur tekur um það bil 30 mínútur og er ætlaður fyrir átta ára og eldri, ekki er þess vegna hægt að segja annað en að hérna sé á ferðinni frábært fjölskylduspil sem er upplagt í bústaðarferðina.
Meira

Keyshawn Woods til liðs við Stólana

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við bandaríska leikmanninn Keyshawn Woods um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Í tilkynningu frá Stólunum segir að Keyshawn sé fjölhæfur leikmaður, ungur en reynslumikill og hefur spilað í efstu deildum í Hollandi, Póllandi og á Grikklandi þar sem hann var síðustu leiktíð.
Meira

Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir – Yfirlýsing frá fjölskyldu Brynjars Þórs

„Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir sem urðu til þess að hann lét lífið, kunningjakona okkar einnig og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Við syrgjum bróður og son,“ segir í yfirlýsingu sem foreldrar og systkini Brynjars hafa sent fjölmiðlum. Biðja þau þess að Kári nái heilsu og fjölskyldunni, vinum og öðrum sem eiga um sárt að binda sendar innilegar samúðarkveðjur.
Meira

Þurfum frið til þess að takast á við þetta áfall, segir í yfirlýsingu barna hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduósi

Börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduósi á sunnudaginn hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau biðja fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs þeirra. Saka þau fjölmiðla um að flytja rangar og villandi fréttir af atvikum og ganga nærri friðhelgi einkalífs þeirra með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í þau, nánustu vini og ættingja.
Meira

Gunnar Steingrímsson úr Fljótum nýr Íslandsmeistari í hrútaþukli

Um helgina var Íslandsmótið í hrútadómum haldið á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum. Nýr meistari var krýndur, en Strandamenn náðu ekki að landa sigri að þessu sinni. Sigurvegari í vana flokknum og þar með Íslandsmeistari í hrútaþukli varð Gunnar Steingrímsson Stóra-Holti í Fljótum. Í öðru sæti varð Marinó Helgi Sigurðsson á Hólmavík og er hann yngsti keppandi til að komast á pall í vana flokknum frá upphafi. Í þriðja sæti varð Þórður Halldórsson Breiðabólstað á Fellsströnd í Dölum. Alls kepptu 35 í vana flokknum. Eyjólfur Yngvi Bjarnason ráðunautur var yfirdómari að þessu sinni og fær bestu þakkir fyrir vel unnin störf.
Meira

„Þegar áföll dynja yfir stöndum við saman í þessu landi“

Rúv.is hefur eftir Magnúsi Magnússyni, sóknarpresti í Húnavatnsprestakalli sem stýrði upplýsingafundi lögreglunnar fyrir íbúa á Blönduósi í gærkvöldi, að fjölmennt hafi verið í félagsheimilinu á Blönduósi, nánast fullsetið og mikil eining og samhugur. Fánar voru víða dregnir í hálfa stöng í bænum í gær og augljóslega mikil sorg í samfélaginu.
Meira

Steinunn Þórisdóttir ráðin í nýja stöðu aðstoðarleikskólastjóra Ársala

Steinunn Þórisdóttir hefur verið ráðin í nýja stöðu aðstoðarleikskólastjóra leikskólans Ársala á Sauðárkróki. Á heimasíðu Skagafjarðar kemur fram að vegna stækkunar leikskólans og fjölgunar barna hafi verið ákveðið að auglýsa eftir öðrum aðstoðarleikskólastjóra og bætist Steinunn því við stjórnunarteymi leikskólans, en Sólveig Arna Ingólfsdóttir er leikskólastjóri og Elín Berglind Guðmundsdóttir er nýlega tekin við sem aðstoðarleikskólastjóri.
Meira