Fréttir

Styttist í að fjölbýlishúsið við Freyjugötu verði tilbúið

Ýmsir hafa velt fyrir sér hvar mál standa með uppbyggingu á verkstæðisreitnum við Freyjugötu á Sauðárkróki. Til stóð að reisa þar nokkur fjölbýlishús en aðeins eitt er risið og hafa framkvæmdir gengið hægar en ætlað var. Vinna hófst snemma árs 2021 og stefnt var að því að íbúðirnar yrðu tilbúnar að hausti. Framkvæmdaaðilinn, Hrafnshóll, er nú að ljúka við húsið og er stefnt að verklokum um næstu mánaðarmót samkvæmt upplýsingum Feykis.
Meira

Veggjöld eða kílómetragjald :: Leiðari Feykis

Sífellt er verið að leysa hin margvíslegu vandamál og finna hentugustu leiðirnar að einhverju ákveðnu marki. Stundum skapast nýtt vandamál þegar annað hefur verið leyst og lúxusvandamálin eru víða.
Meira

Í dagsins önn, önnur ljóðabók Sverris Magnússonar, komin út

Ljóðabók Sverris Magnússonar, Í dagsins önn, er komin út en þar er að finna kveðskap sem nær yfir 70 ára tímabil um ýmis dægurmál og því tengdu eða nánast allt sem flestir þurfa að glíma við í dagsins önn, eins og segir í formála Kristjáns Hjelm.
Meira

Umhverfisviðurkenningar í Húnaþingi vestra

Það gleður ætíð augað að sjá vel hirtar lóðir og hús. Nefnd um veitingu umhverfisviðurkenninga í Húnaþingi vestra auglýsir nú eftir ábendingum um garða og svæði sem eiga slíka viðurkenningu skilið.
Meira

Vinsælir fuglar óska eftir kosningastjórum

Að afstöðnu forvali fyrir Fugla ársins 2022 komust sjö fuglar áfram og óska nú eftir byr undir báða vængi í kosningabaráttu sinni
Meira

Veiðitímabilið á grágæs og heiðagæs hefst á morgun

Veiðitímabilið á grágæs og heiðagæs hefst á morgun, laugardaginn 20. ágúst en þar sem grágæs hefur fækkað á Íslandi hvetur Umhverfisstofnun veiðimenn að gæta hófs við veiðar.
Meira

1604 holur farnar í golfmaraþoninu á Hlíðarendavelli

Það var líf og fjör á golfvellinum í gær þegar Golfmaraþon Barna- og unglingastarfs Golfklúbbs Skagafjarðar fór fram í frábæru veðri í gær. Markmið hópsins var að ná að fara 1000 holur á einum degi og var stór hluti af þeim krökkum sem hafa verið á æfingum í sumar þátttakendur en einnig máttu foreldrar, ömmur, afar, systkini, frændur, frænkur og auðvitað meðlimir Golfklúbbs Skagafjarðar leggja hönd á plóg og hjálpa krökkunum að ná settu marki.
Meira

Svo virðist sem aðgerðir í leikskólamálum hafi skilað góðum árangri í Skagafirði

Farið var yfir stöðu mála í skólum Skagafjarðar í gær á fundi fræðslunefndar með tilliti til starfsemi vetrarins, mannaráðningar og ýmissa annarra þátta í skólastarfi en fræðslunefnd samþykkti á fundi sínum í júní sl. ýmsar aðgerðir sem ráðist var í til að auðvelda mönnun í leikskólum.
Meira

Framkvæmdir við Sundlaug Sauðárkróks ganga vel

Seinni part janúarmánuðar samdi svf. Skagafjörður við skagfirska byggingaverktakann Uppsteypu um áfanga II við uppbyggiingu Sundlaugar Sauðárkróks og hefur vinna við laugina staðið yfir síðan í mars. Trausti Valur Traustason hjá Uppsteypu segir framkvæmdir ganga vel og þeir Uppsteypumenn séu bjartsýnir á að klára verkið á tilsettum tíma. Verklok eru áætluð 30. október 2022.
Meira

Níutíu skagfirskir kylfingar fóru örugglega á kostum í Borgarnesi

Það voru örugglega ekki slegin mörg vindhögg í Borgarnesi um liðna helgi þegar skagfirska sveiflan var tekin til kostanna á Skagfirðingamóti – golfmóti burtfluttra Skagfirðinga, sem þar fór fram á Hamarsvellinum góðal. Níutíu keppendur nutu sín í sól og blíðu en auk þeirra fékk á annan tug innfluttra danskra golfara að taka þátt í þessu eðalmóti.
Meira