Fréttir

Fimmtán milljónir úr Matvælasjóði á Norðurland vestra

Af 58 verkefnum er fengu styrki úr Matvælasjóði eru fjögur þeirra af Norðurlandi vestra og hlutu rúmar 15 milljón krónur af þeim 584,6 sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra úthlutaði fyrir helgi. Alls bárust sjóðnum 211 umsóknir í fjóra styrkjaflokka en sótt var um rúmlega 2 m.kr.
Meira

Stöndum öll með Blönduósingum

Harmleikurinn á Blönduósi í morgun lætur engan ósnortinn og ljóst að hugur landsmanna er með íbúum svæðisins. Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, ávarpaði fjölmiðla nú síðdegis á Blönduósi og las upp yfirlýsingu frá sveitarstjórn og sveitarstjóra. Bað hann þjóðina að standa með íbúum svæðisins á þessum erfiðu tímum.
Meira

180 ára afmæli aldarinnar í Miðgarði

Það var heljarins húllumhæ í Miðgarði um síðustu helgi en þá héldu sex æskuvinir upp á 180 ára afmæli sitt – samanlagt. Þeir urðu allir þrítugir á síðasta ári en þá mátti auðvitað ekki halda neinar stórveislur. Nú voru kapparnir klárir í slaginn og var öllum boðið í menningarhúsið góða en þar var boðið upp á skemmtun og sveitaball að hætti hússins. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir eitt afmælisbarnið, Birgi Þór Guðmundsson frá Stóru-Seylu, og fékk myndir til birtingar frá Jóndísi Ingu Hinriksdóttur sem sá um að fanga viðburðinn og gesti á myndir.
Meira

Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna gefur út Ævisögu asks

Ævisaga asks – A journey of a driftwood (ferðalag rekaviðar) er nafnið á litabók sem Byggðasafn Húnvetninga og Strandamann gaf út nú í sumar. Þar er velt fyrir sér hvaða sögu gamall askur hefði að segja ef hann gæti tjáð sig; smíðaður úr rekaviðardrumbi sem gæti rakið sögu sína heim til Síberíu þar sem ferðalag hans hófst. Það er Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri sem skrifar texta bókarinnar en Sigríður Ævarsdóttir gerði myndirnar sem prýða hana.
Meira

Tveir látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi

Tveir eru látnir og einn særður eftir skotárás í heimahúsi á Blönduósi sem átti sér stað klukkan hálf sex í morgun. Hinn særði var fluttur suður með sjúkraflugi. Í frétt mbl.is af málinu er haft eftir Guðmundi Hauki Jakobssyni, forseta sveitarstjórnar í Húnabyggð, að harmleikur hafi átt sér stað og verið sé að vinna í því að kalla saman áfallateymi til að halda utan um samfélagið.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Marbæli á Langholti

Samnefni við þetta nafn munu aðeins vera tvö á landinu: Marbæli í Óslandshlíð og Marbæli í Eyjafjarðarsýslu. Þar hjet í öndverðu Hanatún, eftir Eyvindi túnhana, sem bygði þar fyrstur (Landnámabók, bls. 155). (Í nýju jarðabókinni 1861 finst þó hvorugt nafnið). Marbæli í Óslandshlíð er meðal annars nefnt í Kúgildaskrá Hólastaðar frá 1449, og í Sturlungu (I., bls. 193).
Meira

Stólarnir mæta Hvíta riddaranum í úrslitakeppninni

Síðustu leikirnir í B-riðli 4. deildar fóru fram í dag og fékk Tindastóll þunnkskipað lið Stokkseyrar í heimsókn á Krókinn. Leikurinn fór nánast eingöngu fram á vallarhelmingi gestanna og það má undrum sæta að Stólarnir hafi ekki skorað tíu fimmtán mörk. Þeir létu fimm duga en maður leiksins var án efa hinn 39 ára gamli Hlynur Kárason í marki gestanna sem varði flest sem á markið kom og var alveg búinn á því í leikslok.
Meira

Húnvetningar verða að fara að rífa sig í gang

Það var leikið í 3. deildinni á Blönduósvelli í dag þar sem Kormákur/Hvöt fékk Garðyrkjumenn úr Víði í heimsókn á lífræna grasið. Heldur hefur blásið á móti Húnvetningum að undanförnu og ekki minnkaði ágjöfin í dag, í norðanstrekkingnum, því tveir leikmenn heimaliðsins fengu að líta rauða spjaldið og einn til viðbótar í liðsstjórn. Víðismenn fóru sigurreifir með öll þrjú stigin heim í Garð eftir 1-3 sigur.
Meira

Það sem heillar mest er dulúðin og fegurðin í ljótleikanum

Nú nýverið kom út ljósmyndabókin Það sem hverfur þar sem eyðibýlum eru gerð skil. Það er Nökkvi Elíasson sem fangar býlin á filmu og úr verður einhver dáleiðandi galdur sem gefur ímyndunaraflinu lausan tauminn. Bækur Nökkva eru ljóðskreyttar af Aðalsteini Ásberg Sigurðssyni. Nökkvi, sem er árgangur 1966, er fæddur og uppalinn á Hólmagrundinni á Króknum en býr nú í Reykjavík. Hann er yngstur þriggja bræðra; hinir tveir eru listamaðurinn og skáldið Sigurlaugur og svo Gyrðir sem er nú sennilega óþarfi að kynna nánar.
Meira

Geggjaður endurkomusigur Stólastúlkna fyrir austan

Stólastúlkur skruppu austur á Reyðarfjörð í dag þar sem þær mættu sameinuðu liði Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis í 15. umferð Lengjudeildarinnar. Ekkert annað en sigur kom til greina í leiknum til að koma liði Tindastóls upp fyrir HK á töflunni og í annað sætið. Heimastúlkur náðu forystunni í fyrri hálfleik en dramatíkin var algjör síðustu 20 mínútur leiksins og fór svo á endanum að stelpurnar okkar nældu í dýrmætan 2-3 sigur.
Meira