Skipulagsmál skólasvæði Varmahlíðar og nærumhverfis auglýst
Fram kemur á vef Skagafjarðar að sveitastjórn hafi samþykkt á fundi þann 17. Ágúst að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir skólasvæði Varmahlíðar og nærumhverfi.
Skipulagssvæðið er um 5,6 ha að stærð og afmarkast til austurs af Birkimel, til suðurs af Reykjarhólsvegi, til vesturs af landnotkunarreitum AF-501 og SL-501 og til norðurs af lóð við Norðurbrún. Fram kemur að markmið skipulagsins sé að setja fram heildstæða framtíðarsýn fyrir svæðið og skilmála um uppbyggingu. Tekið er fram að helstu viðfangsefni séu skilgreining á lóðarmörkum, byggingarreitum, stígakerfi og aðkomu.
Helst eru áberandi viðbygging við grunnskólann og ný leikskólabygging.
Skipulagstillagan er auglýst frá 24. ágúst til og með 5. október 2022. Tillagan mun liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa og allar athugasemdir og ábendingar varðandi skipulagstillöguna skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eða afgreiðslu ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is í síðasta lagi 5. október 2022.
Auglýsing um skipulagsmál - Skólasvæði Varmahlíðar og nærumhverfi (birt 24.08.2022)
Skólasvæði Varmahlíðar og nærumhverfi - Skýringarmyndir (birt 24.08.2022)
/IÖF
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.