Fréttir

Landsbyggðarráðstefnan Eldhugar FKA á Akureyri.

Ríkidæmi landsbyggðarinnar verður rætt á ráðstefnu Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, á opinni Landsbyggðarráðstefnu FKA sem haldin verður á Akureyri þann 23. september nk. Ráðstefnan ber nafnið Eldhugar en fyrirlesarar verða konur um allt land sem hafa hugrekki og víðsýni að vopni og hafa náð að töfra fram spennandi nýsköpun og tækifæri, eins og segir í tilkynningu félagsins.
Meira

Ungt Framsóknarfólk vill hækka fæðingarstyrk til námsmanna

Um helgina var 47. sambandsþing Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) haldið í Kópavogi. Margt var um manninn og mikið um að vera samkvæmt tilkynningu sambandsins en slíkir viðburðir eru vettvangur ungs fólk til að koma saman, taka þátt í og kynnast stjórnmálaumræðu, koma sínum sjónarmiðum á framfæri og kalla eftir breytingum.
Meira

Hlaðin gulli eftir MÍ 30+ um helgina

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands 30 ára og eldri á Sauðárkróksvelli. Veitt voru verðlaun fyrir besta árangurinn samkvæmt WMA prósentu og voru það Anna Sofia Rappich (UFA) og Ágúst Bergur Kárason (UFA) sem voru með hæstu prósentuna í kvenna- og karlaflokki.
Meira

Heiða Björg næsti formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, verður næsti formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga en kosning fór fram dagana 15. – 29. ágúst sl. Auk Heiðu Bjargar bauð Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sig fram til að gegna embætti formanns næstu fjögur árin.
Meira

Vetraropnun sundlauga í Skagafirði hefst í dag

Opnunartími sundlauganna í Skagafirði tók breytingum í morgun þegar vetraropnun tók gildi í laugunum á Sauðárkróki og í Varmahlíð en á Hofsósi mun gilda sérstök opnun frá til 25. september.
Meira

Ályktanir frá flokksráðsfundi Vinstri grænna

Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs var haldinn nú um helgina 27. til 28. ágúst, á Ísafirði. Á fundinum voru samþykktar fimm ályktanir er lúta að fjölgun leikskólakennara, öryggi í flugsamgöngum, félagsleg undirboð og launaþjófnað og vindorku. Þá kemur meðal annars fram í ályktun frá stjórn hreyfingarinnar að stutt verði við hugmyndir um hækkun veiðigjalda, endurskoða lög sem lúta að gagnsæi um raunverulega eigendur sjávarútvegsfyrirtækja og að spornað verði gegn samþjöppun í sjávarútvegi.
Meira

Kríur bætast á fuglaflensulista :: Ekki orðið var við fugladauða af fuglaflensu á Norðurlandi vestra

Matvælastofnun varar enn við hættu á fuglaflensusmiti frá villtum fuglum yfir í alifugla en stofnunin lítur svo á að smit með skæðum fuglaflensuveirum sé viðloðandi í villtum fuglum víða á landinu. Þó hafi færri veikir eða dauðir villtir fuglar verið tilkynntir til Matvælastofnunar í júlí og það sem af er ágúst en mánuðina á undan.
Meira

Matgæðingur í tbl 17 - Nauta prime ribs og frönsk súkkulaðikaka

Matgæðingur vikunnar í tbl 17 á þessu ári var Ívar Sigurðsson en hann er bóndi á Páfastöðum og er í sambúð með Ingibjörgu Ósk Gísladóttur sem vinnur á Eftirlæti. Saman eiga þau tvö börn, þau Diljá Mist fjögurra ára og Vestmar tveggja ára. „Er svo ekki viðeigandi að nautgripabóndinn gefi ykkur uppskrift að nauti,“ segir Ívar.
Meira

Fjölmennt á kærleiksstund á Blönduósi í gærkvöldi

Í gærkvöldi var haldin kærleiksstund á íþróttavellinum á Blönduósi og sagt er frá því á Húna.is að fólk hafi safnaðst saman við nýja vallarhúsið klukkan 21 þar sem kveikt var á kertum og þau lögð umhverfis hlaupabrautina í ljósaskiptunum. Tilgangurinn var að sýna samhug og hluttekningu til þeirra sem eiga um sárt að binda.
Meira

Matgæðingur í tbl 15 - Lambalæri & marengs

Matgæðingar vikunnar í tbl 15 á þessu ári voru Baldur Sigurðsson, eigandi Bílaþjónustu Norðurlands og umboðsmaður Bílaleigunnar Avis, og eiginkona hans, Helga Skúladóttir, starfsmaður Landsbankans, og eru þau búsett á Sauðárkróki.
Meira