Fréttir

Úthlutun lóða í Varmahlíð, Sauðárkróki og Steinsstöðum

Skagafjörður auglýsir á heimasíðu sinni lausar lóðir til úthlutunar í Varmahlíð, Sauðárkróki og sumarhúsabyggð við Steinsstaði. Á Sauðárkróki eru fjórar parhúsalóðir til úthlutunar við Nestún, tíu einbýlishúsalóðir, tvær raðhúsalóðir og þrjár parhúsalóðir í Varmahlíð og fjórar frístundalóðir á Steinsstöðum.
Meira

Góð aðsókn að Sauðfjársetrinu í sumar :: Íslandsmót í hrútadómum haldið 21. ágúst

Átjánda Íslandsmótið í hrútadómum verður haldið á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum sunnudaginn 21. ágúst næstkomandi og hefst kl. 14:00. Þessari skemmtilegu keppni hefur verið aflýst tvö ár í röð vegna sóttvarnatakmarkana, en verður nú endurvakin.
Meira

Norðurbraut – ein fyrsta vegasjoppa landsins – fær yfirhalningu

Húnahornið segir frá því að gamla Norðurbraut, ein fyrsta vegasjoppa landsins, hafi nú verið flutt af Ásunum fyrir ofan Hvammstanga og á athafnasvæði Tveggja smiða en til stendur að gera húsið upp og endurnýja. Á fyrri hluta 20. aldar stóð húsið við botn Miðfjarðar í Vestur-Húnavatnssýslu, við vegamót Norðurlandsvegar og vegarins inn að Hvammstanga, og í því rekin verslunin Norðurbraut.
Meira

Dýrin á Fróni eftir Alfreð Guðmundsson komin út

Út er komin ljóðabókin Dýrin á Fróni eftir Alfreð Guðmundsson, grunnskólakennara á Króknum. Hér er um að ræða myndskreytta vísnabók um nokkur algeng íslensk dýr fyrir alla aldurshópa.
Meira

FISK Seafood afhendir Háskólanum á Hólum húsnæði sitt í Hjaltadal

Gengið hefur verið frá samkomulagi á milli Háskólans á Hólum og FISK Seafood ehf. á Sauðárkróki um nýtt húsnæði fyrir Fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans. Starfsemin hefur um langt árabil verið rekin með stuðningi FISK Seafood í húsnæði félagsins á Sauðárkróki en mun á næsta ári færast á tæplega tvö þúsund fermetra í nágrenni skólans í Hjaltadal. Húsnæðið var áður í eigu FISK Seafood en hefur nú verið gefið skólanum ásamt myndarlegum fjárstyrk til þess að flytja búnað deildarinnar og koma honum fyrir í nýjum húsakynnum. Með þessu undirstrikar FISK Seafood vilja sinn til þess að styðja áfram við bakið á þeirri mikilvægu starfsemi sem háskólinn starfrækir á sviði rannsókna og kennslu.
Meira

Skrifstofur ráðherra um land allt

Málefni háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins eiga við um land allt og mun ráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, staðsetja skrifstofu sína víðs vegar um landið á kjörtímabilinu. Áætlað er að hafa eina starfstöð á Norðurlandi vestra en hún verður tekin í gagnið á næsta ári gangi áætlanir eftir og verður hún staðsett á Sauðárkróki.
Meira

Kom ekki upp einu orði – segir Reynir Snær

„Ég var að útskrifast úr BA námi í músik við Liverpool Institute for Performing Art sem ég kláraði 2020. Heimsfaraldur gerði það að verkum að ekki var hægt að halda útskrift fyrr en núna í sumar. Skólinn nýtur styrkja frá McCartney,“ tjáði gítarséníið Reynir Snær Magnússon Feyki þegar forvitnast var um hvernig það kom til að hann greip í spaðann á aðal spaðanum í Liverpool, Paul McCarteny, en sjá mátti mynd af atvikinu á Facebook-síðu Reynis Snæs.
Meira

Félagsmiðstöðina Órion vantar liðsauka

Félagsmiðstöðin Órion býður börnum og unglingum í 5. – 10. bekk vettvang fyrir fjölbreytt og skemmtilegt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóla lýkur. Starfið er unnið á grunni unglingalýðræðis og í anda forvarna. Órion er vettvangur fyrir opið félagsstarf, skipulagða dagskrá, hópastarf og ýmsa viðburði sem starfsfólk sinnir með unglingunum.
Meira

Leikur frá Lækjamóti II og Helga Una Björnsdóttir sigurvegarar í A-flokki gæðinga á NM í hestaíþróttum

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fór fram á Álandseyjum um sl. helgi en þar var á meðal keppenda Vestur-Húnvetningarnir Helga Una Björnsdóttir, frá á Syðri-Reykjum, og Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal á Lækjamóti. „Leikur frá Lækjarmóti kom, sá og sigraði í A-flokki gæðinga með Helgu Unu Björnsdóttur í hnakknum,“ segir á heimasíðu Landssambands hestamanna.
Meira

Slagarasveitin með tónleika á Hvammstanga

Hin alhúnvetnska hljómsveit, Slagarasveitin, heldur tónleika á veitingastaðnum Sjávarborg á Hvammstanga föstudagskvöldið 19. ágúst 2022. Fram kemur á FB-síðu viðburðarins að fyrir tónleikana hefur sveitin fengið aukalega til liðs við sig Aldísi Olgu Jóhannesdóttur, Einar Friðgeir Björnsson, Guðmund Hólmar Jónsson og Kristínu Guðmundsdóttur.
Meira