Fréttir

Unnur Valborg tekin við sem sveitarstjóri í Húnaþingi vestra

Kosið var til sveitarstjórna um allt land í byrjun sumars og eins og gengur urðu alls konar hrókeringar varðandi sveitarstjóra. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sem gegndi starfi sveitarstjóra í Húnaþingi vestra, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa og í framhaldinu var Unnur Valborg Hilmarsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri SSNV, ráðin sveitarstjóri og tók hún til starfa nú í byrjun september.
Meira

Skrifað undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu í gamla bænum á Blönduósi

Á vef Blönduóss segir af því að í síðustu viku komu aðilar frá InfoCapital, með heimamennina Reyni Grétarsson og Bjarna Gauk Sigurðsson í fararbroddi, í heimsókn á Blönduós ásamt aðilum frá Minjastofnun til að skoða þau hús sem InfoCapital hefur fest kaup á í gamla bænum. Tækifærið var notað til að skrifa undir viljayfirlýsingu um þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er.
Meira

Íbúum fjölgar í öllum landshlutum nema á Norðurlandi vestra

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.168 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2021 til 1. september 2022 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 533 íbúa, samkvæmt samantekt Þjóðskrár. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á tímabilinu um 209 íbúa og í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 1.219 íbúa eða um 6,0%. Íbúum Seltjarnarnesbæjar fækkaði hins vegar um 20 eða 0,4%.
Meira

Alþjóðlega brúðulistahátíðin Hvammstangi International Puppetry Festival fer fram 7.-9. október

Alþjóðlega brúðulistahátíðin Hvammstangi International Puppetry Festival – HIP Fest – fer fram í annað sinn dagana 7.-9. október nk. Á hátíðina kemur fjöldi erlendra listamanna og brúðuleikhópa sem bjóða upp á fjölda sýninga og vinnusmiðja, auk fyrirlestra og kvikmyndasýninga með umræðum við listamennina á eftir, á meðan á hátíðinni stendur.
Meira

Garðbæingar gerðu fjögur mörk í síðari hálfleik á Blönduósi

Það var spilað í 3. deild karla í knattspyrnu í gær og á Blönduósvelli tók lið Kormáks/Hvatar á móti sprækum Garðbæingum í liði KFG. Gestirnir eygja enn möguleika á að næla í sæti í 2. deild og leikurinn því mikilvægur fyrir þá. Heimamenn geta tæknilega séð enn fallið í 4. deild en þá þurfa svo óvæntir hlutir að gerast að það yrði rannsóknarefni ef svo færi. Markalaust var í hálfleik en lið KFG fann mark heimamanna fjórum sinnum í síðari hálfleik og fór því heim með stigin þrjú. Lokatölur 0-4.
Meira

Björgunarsveitastarf er fyrir alla :: Björgunarsveitin Skagfirðingasveit

Fréttir af starfsemi björgunarsveita rata oft í fjölmiðla enda miðar hún að því að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum. Í þeim tilgangi er öflugur hópur sjálfboðaliða til taks ef út af bregður, á nóttu sem degi, allt árið um kring, eins og segir á heimasíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar (SL), landssamtaka björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi.
Meira

Hvíti riddarinn með undirtökin gegn Stólunum

Tindastóll fékk Hvíta riddarann úr Mosfellsbæ í heimsókn í dag í átta liða úrslitum í úrslitakeppni 4. deildar. Heimamenn voru töluvert öflugri í fyrri hálfleik en engu að síður 1-2 undir í hálfleik. Gestirnir voru grimmari í síðari hálfleik en heimamenn fengu færi til að jafna undir lokin en allt kom fyrir ekki. Lokatölur því 1-2 og ljóst að Tindastólsmenn þurfa að gera betur í Mosó á þriðjudaginn ef þeir ætla sér lengra í úrslitakeppninni.
Meira

Allir á völlinn!

Átta liða úrslitin í úrrslitakeppni 4. deildar hefjast í dag (laugardag) og á Sauðárkróksvelli mætast lið Tindastóls og Hvíta riddarans og hefst leikurinn kl. 14:00 í dag. Hvíti riddarinn rekur ættir sínar í Mosfellsbæinn og fór liðið í gegnum A-riðil án þess að tapa leik. Stólarnir töpuðu einum og gerði tvö jafntefli líkt og lið andstæðinganna þannig að það er fjallgrimm vissa fyrir því að það verður hart barist í einvígi liðanna. Donni þjálfari hvetur alla sem vettlingi geta valdið að mæta á völlinn og styðja við bakið á Stólunum.
Meira

Kindur gera usla á Króknum :: Háma í sig sumarblómin og skemma eigur

Undanfarin haust hafa bæjarbúar Sauðárkróks getað fylgst með kindum sem lagt hafa leið sína í bæinn og margir hafa haft gaman af því að taka af þeim myndir á hinum ólíklegustu stöðum. En það eru ekki allir kátir.
Meira

Fjár- og stóðréttir á Norðurlandi vestra

Bændablaðið hefur tekið saman fjár- og stóðréttadaga á landinu öllu en réttarstörf verða nú með hefðbundnum brag á ný en eins og margir muna voru fjöldatakmarkanir í réttum tvö síðustu haust vegna kórónuveirufaraldursins. Á Norðurlandi vestra hefst fjörið strax á morgun þegar dregið verður í Hrútatungurétt í Hrútafirði, Hvammsrétt í Langadal, Miðfjarðarrétt í Miðfirði og Rugludalsrétt í Blöndudal.
Meira