Fréttir

Enn ein óveðurslægðin yfir landinu

Veðurstofan hefur gefið út viðvaranir vegna veðurs í dag en vaxandi austanátt er í kortunum fyrir daginn og fer að snjóa sunnan til með frosti frá 0 til 12 stig. Austan 18-25 m/s síðdegis og víða snjókoma, en 23-28 syðst á landinu fram á kvöld með talsverðri ofankomu. Mun hægari vindur á Norðaustur- og Austurlandi. Hlýnar heldur.
Meira

Bryndís Bragadóttir kosin maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu

Lesendur Húnahornsins hafa valið Bryndísi Bragadóttur sem mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2022 en Bryndís er hárgreiðslukona á Blönduósi og hefur klippt og snyrt hár Blönduósinga og nærsveitunga í tæp 40 ár.
Meira

Kristvina ráðin í starf aðstoðarskólastjóra í Varmahlíð

Í byrjun árs var auglýst laus staða aðstoðarskólastjóra við Varmahlíðarskóla í Skagafirði. Nú fyrir helgi var tilkynnt um að Kristvina Gísladóttir hafi verið ráðin í starfið og mun hún taka við starfinu í febrúar. Alls bárust fimm umsóknir um starfið. Kristvina hefur starfað í Varmahlíðarskóla undanfarin 20 ár.
Meira

Geggjuð tilfinning að vinna CrossFit keppnina segir Ægir Björn

„Tilfinningin eftir að hafa unnið er bara alveg geggjuð,“ segir Ægir Björn Gunnsteinsson crossfit-kappi frá Sauðárkróki en hann og félagi hans Alex Daða Reynisson stóðu uppi sem sigurvegarar í CrossFit á Reykjavíkurleikunum sem nú standa yfir.
Meira

Súpur og naan brauð

Það er ekki langt síðan ég fór að kunna að meta súpur því þegar ég var yngri þá hataði ég þær. Kannski vegna þess að mér fannst súpur ekki vera matur heldur drykkir og heitir drykkir voru, að mínu mati, eitthvað ógeðslegt. En með tilkomu mexíkósku kjúklingasúpurnar fór ég að gefa þeim meiri séns og viti menn þetta er bara með því betra. Reyndar eru súpur í dag mikið matarmeiri en hér áður fyrr þegar boðið var upp á pakkasúpurnar eins og blómkáls- og broccolisúpur og ekki gleyma bugðunum sem voru með, jakk...
Meira

Veðursjá á Skagaheiði sem greinir lægðargang og úrkomu úr norðri

Í september á liðnu ári var hafist handa við að reisa sérkennilegt mannvirki á Selfelli á Skagaheiði, svokallaða veðursjá (e. weather radar) sem bætist við net veðurstöðva á landinu og auka áreiðanleika veðurspár. Að sögn Óðins Þórarinssonar, sérfræðings á athugana- og upplýsingatæknisviði Veðurstofunnar, er radarinn á Skaga, auk annars sem fyrirhugað er að setja upp á Melrakkasléttu, hugsaðir til þess að greina betur lægðargang og úrkomu sem koma að norðan og geta valdið bæði snjóflóðum og skriðuföllum.
Meira

Ægir Björn og Alex Daði komu, sáu og sigruðu

Reykjarvíkurleikarnir standa nú yfir og þar er m.a. keppt í CrossFit. Þrjú lið mættu til leiks í liðakeppni kvenna- og karla í dag og þar var einn Króksari meðal keppanda, Ægir Björn Gunnsteinsson, sem keppti í félagi við Alex Daða Reynisson. Hörð keppni var hjá báðum kynjum en svo fór að lokum að Ægir Björn og Alex Daði sigruðu í karlaflokki en Annie Mist og Bergrós Björnsdóttir í kvennaflokki.
Meira

Lið Dodda málara fór með sigur af hólmi

Fyrirtækjamót meistaraflokks Kormáks Hvatar í innanhúsknattspyrnu fór fram í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi í dag. Sex lið voru skráð til leiks en það voru GN hópbílar, KS Kjarni, Doddi málari, FNV, Maggi málari og Vegagerðin. Þegar upp var staðið reyndist lið Dodda málara á Sauðárkróki sigurvegari mótsins.
Meira

Nokkrar góðar með keilu

Eflaust eru einhverjir sem reka upp stór augu og hugsa… hvað er keila? En þetta er fisktegund sem maður heyrir ekki oft um og því um að gera að koma með nokkrar girnilegar uppskriftir sem innihalda þennan fisk. Keila hefur, því miður, orðið undir í samkeppninni við þorskinn og ýsuna en er mjög góður fiskur og auðvelt að nálgast hann í fiskbúðum. Keilan er löng, með sívalan bol og étur helst krabbadýr og annan smáfisk. Stærsta keilan sem veiðst hefur við Íslandsstrendur var 120 cm löng en fullvaxin er hún oftast um 40-75 cm og um 0,5-3 kg og getur orðið 40 ára gömul. (upplýsingar teknar af matis.is og audlindin.is)
Meira

Keppnisferð Jóhönnu Maríu í júdó til Hollands og Belgíu

Í janúar fór Jóhanna María Grétarsdóttir Noack, sem er iðkandi í Júdódeild Tindastóls, í heimsókn til ömmu sinnar og afa í Þýskalandi. Ferðin var einnig notuð til að freista gæfunnar í keppni í júdó á erlendri grundu í fyrsta skipti en Jóhanna María keppti á tveimur alþjóðlegum mótum, annars vegar á Trofee van de Donderslag í Belgíu og hins vegar Matsuru Dutch Open Espoir í Hollandi.
Meira