ÖRUGG verkfræðistofa opnar starfsstöð á Blönduósi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
15.02.2023
kl. 16.06
ÖRUGG verkfræðistofa hefur nú opnað útibú á Blönduósi til að sinna auknum verkefnum á Norðurlandi. Starfsmaður skrifstofunnar á Blönduósi er Elvar Ingi Jóhannesson og er hann að jafnaði með viðveru þar alla virka daga. ÖRUGG verkfræðistofa var stofnuð í ársbyrjun 2020 og hefur á skömmum tíma orðið leiðandi á landinu á sínum sérsviðum. Hjá stofunni starfa nú um 15 manns við bruna- og öryggishönnun, BIM stjórnun, vindgreiningar og umhverfis- og vinnuvernd.
Meira