Fréttir

Fjórtán verkefni valin á Fjárfestahátíð Norðanáttar

Fjórtán verkefni hafa verið valin til þátttöku á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram á Siglufirði þann 29. mars næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem Norðanátt stendur að hátíðinni en þrjátíu verkefni af öllu landinu sóttu um þátttöku í ár. Kjarnastarfsemi Norðanáttar snýr að svokölluðum FEW-nexus eða matur- orka- vatn og þau verkefni sem taka þátt snerta öll á þessum áherslum með einum eða öðrum hætti.
Meira

Óvenju þægilegur sigur í Síkinu á liði Grindvíkinga

Tindastóll mætti seigu liði Grindavíkur í Subway-deildinni í gær og unnu sannfærandi sigur þrátt fyrir smá skjálftahrinu í þriðja leikhluta. Það varð þó ekkert panik hjá Stólunum að þessu sinni og þeir náðu vopnum sínum á ný í fjórða leikhluta og náðu þá mest 19 stiga forystu gegn óvenju lystarlitlum gestum. Lokatölur 95-82 og með sigrinum treystu Stólarnir stöðu sína í fimmta sæti deildarinnar þar sem þeir sitja nú einir með 18 stig en nú þegar fimm umferðir eru eftir er nokkuð langsótt að liðið tryggi sér heimaleikjarétt í úrslitakeppninni.
Meira

Júróvisjónþema Sóldísar á konudaginn

Næstkomandi sunnudag verða haldnir hinir árlegu konudagstónleikar kvennakórsins Sóldísar sem að þessu sinni bera yfirskriftina Eitt lag enn. Það minnir óneitanlega á Júróvisjón enda Eitt lag enn, Harðar Ólafssonar, fyrsta íslenska framlag Íslands sem blandaði sér í toppbaráttuna í aðalkeppninni. Jú, það verður einmitt Júró þema, með glimmer og gleði.
Meira

Stólastúlkur safna fyrir fótboltaferð til Spánar

Kvennalið Tindastóls í knattspyrnu ætlar að halda í smá æfingaferð til Albir á Spáni um mánaðamótin mars-apríl. Nú standa þær í stórræðum við að safna fyrir ferðinni og hafa þær bæði verið að selja dagatöl og happdrættismiða. Stelpurnar verða eldhressar í anddyri Skagfirðingabúðar frá kl. 15-18 í dag og á morgun, föstudag, þar sem væntanlega verður hægt að krækja í allra síðustu happdrættismiðana en dregið verður á sunnudag og í boði er aragrúi góðra vinninga.
Meira

Viltu veita öðrum félagsskap, nærveru og hlýju?

Rauði kross Íslands, Fjölskyldusvið Húnaþings vestra, Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Þjóðkirkjan hafa ákveðið samstarf um vinaverkefni undir forystu Húnavatnssýsludeildar Rauða krossins. Fjótlega verður auglýst eftir fólki sem vill taka þátt í verkefninu og fara á námskeið því tengdu.
Meira

Sex safnastyrkir á Norðurland vestra

Á árinu 2023 hefur menningarráðherra að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað alls 209.510.000 krónum úr safnasjóði. Úr aðalúthlutun safnasjóðs 2023 í febrúar voru veittar 153.010.000 krónur en veittur var 101 styrkur til eins árs að heildarupphæð 136.510.000 kr. til 50 styrkþega. Sex umsóknir af Norðurlandi vestra fengu styrki.
Meira

Stólarnir sýndu flotta takta gegn Hetti

Tindastóll og Höttur frá Egilsstöðum mættust í Síkinu sl. mánudagskvöld. Það var til mikils að vinna fyrir gestina sem hefðu getað komist upp að hlið Stólanna í Subway-deildinni með sigri og verið með betri stöðu í innbyrðisviðureignum liðanna ef úrslitin hefðu fallið með þeim. Svo fór ekki því Stólarnir sýndu sparihliðarnar með Arnar ómótstæðilegan í gamla góða hamnum og ólíkt leiknum gegn Stjörnunni á dögunum þá héldu heimamenn dampnum allt til enda, bættu jafnt og þétt í og enduðu á að vinna öruggan sigur. Lokatölur 109-88.
Meira

Nóg að gera hjá yngri flokkum Tindastóls í körfubolta

Það eru búnar að vera miklar körfuboltaveislur síðustu tvær helgar hjá yngri flokkum Tindastóls þrátt fyrir gular og appelsínugular viðvaranir á öllu landinu. Frá 4. febrúar er búið að spila 21 leik og af þeim voru aðeins þrír spilaðir í Síkinu sem þýðir að okkar fólk hefur þurft að ferðast um allt land til að spila sína leiki.
Meira

Kynning á trérennismíði hjá Félagi eldri borgara í Skagafirði

Félag eldri borgara í Skagafirði fékk góða heimsókn um sl. helgi, en þá komu tveir félagar frá Félagi trérennismiða á Íslandi, þeir Örn Ragnarsson, sem er formaður félagsins, og Ebenezer Bárðarson. Kynntu þeir trérennsli og brýningu rennijárna.
Meira

ÖRUGG verkfræðistofa opnar starfsstöð á Blönduósi

ÖRUGG verkfræðistofa hefur nú opnað útibú á Blönduósi til að sinna auknum verkefnum á Norðurlandi. Starfsmaður skrifstofunnar á Blönduósi er Elvar Ingi Jóhannesson og er hann að jafnaði með viðveru þar alla virka daga. ÖRUGG verkfræðistofa var stofnuð í ársbyrjun 2020 og hefur á skömmum tíma orðið leiðandi á landinu á sínum sérsviðum. Hjá stofunni starfa nú um 15 manns við bruna- og öryggishönnun, BIM stjórnun, vindgreiningar og umhverfis- og vinnuvernd.
Meira