Fréttir

Morten Wiborg, starfsnemi hjá BioPol, útskrifast sem verkfræðingur

Morten Wiborg, sem stundaði starfsnám hjá BioPol á síðasta ári, útskrifaðist með diplómagráðu í efna- og líftækniverkfræði (BEng) frá University of Denmark í lok janúar.
Meira

Myrkur í gamla bænum á Sauðárkróki - Uppfært

Um nokkurt skeið hefur myrkrið verið alls ráðandi í gamla bænum á Sauðárkróki þegar skyggja tekur þar sem engin götulýsing er fyrir. Ástæðan er sú að verið er að vinna að uppfærslu á kerfi sem stýrir ljósastaurum í gamla bænum.
Meira

USAH sækir um að halda Landsmót UMFÍ 50+ sumarið 2024

Þrír sambandsaðilar UMFÍ sóttu um að halda Landsmót UMFÍ 50+ árið 2024, Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK), Ungmennafélagið Þróttur Vogum og Ungmennasamband Austur-Húnvetninga (USAH). Mótið fer fram í Stykkishólmi í sumar.
Meira

118 vinningar dregnir út hjá meistaraflokki kvenna

Dregið var í happdrætti meistaraflokks kvenna í fótbolta hjá Tindastóli á konudaginn. Happdrættið var liður í fjáröflun stelpnanna en þær stefna á æfingaferð til Spánar núna á vordögum til að undirbúa sig fyrir átökin í deild þeirra bestu í sumar.
Meira

Fimmtán starfsgildi hjá frumkvöðlafyrirtæki sem í vor hefur starfsemi á Blönduósi

Morgunblaðið sagði um helgina frá íslensku frumkvöðlafyrirtæki, Foodsmart Nordic, sem mun hefja starfsemi í nýju hátækniframleiðsluhúsi á Blönduósi nú í vor. Fyrirækið framleiðir í dag kollagen, sæbjúgnaduft og fiskprótein í þróunarsetri sínu á Skagaströnd og selur til innlendra aðila en með tilkomu framleiðsluhússins á Blönduósi er stefnt á útflutning. Reiknað er með um 15 stöðugildum við starfsemina auk afleiddra starfa.
Meira

Veiruskita í kúm veldur gríðarlegu tjóni austan Tröllaskaga

Vikublaðið á Akureyri greindi frá því í síðasta blaði að tugmilljónatjón hafi orðið vegna smitandi veiruskitu sem herjað hefur á kúabú í Eyjafirði og S-Þingeyjarsýslu en alls eru um 80 kúabú í Eyjafirði og um 40 í S-Þingeyjarsýslu. Haft er eftir Sigurgeir Hreinssyni, framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Eyjafjarðar, að veiran hagi sér með svipuðum hætti og kórónuveiran geri gagnvart mannfólki og séu dæmi þess að hún hafi borist inn á bæi í allt að þrígang yfir ákveðið tímabil.
Meira

Ekki þurfti að rífa brúna þegar allt kom til alls

Í byrjun síðustu viku ruddi Svartá í Svartárdal sig og mátti litlu muna að brúin yfir ána við bæinn Barkarstaði færi af og fyrstu fréttir hermdu að hún væri ónýt og ekkert annað í stöðunni en að rífa hana. Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir hins vegar að skemmdirnar hafi verið mun minni en í fyrstu var ætlað og var brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar ekki lengi að kippa brúnni í lag og var hún opnuð á ný sl. föstudag.
Meira

Fjölda lóða skilað í Nestúni og því tíu lausar

Á síðasta fundi skipulagsnefndar Skagafjarðar voru alls níu, áður úthlutuðum, íbúðarlóðum í Nestúni á Sauðárkróki skilað inn. Lausar lóðir í Skagafirði eru nú aðgengilegar í Kortasjánni á heimasíðu sveitarfélagsins.
Meira

Vatnið komið í lag á Hvammstanga

Í annarri viku febrúarmánaðar kom upp grunur um mengun af völdum yfirborðsvatns í annarri af tveimur vatnslindum vatnsveitu Hvammstanga. Var lindinni lokað í kjölfarið en vonir stóðu til þess að lindin fengi grænt ljós nú fyrir helgi en sýnin sem tekin voru til að kanna hvort enn væri mengun í neysluvatninu týndust í flutningum. Ný sýni voru tekin fyrir helgi og samkvæmt tilkynningu á vef Húnaþings vestra í morgun hafa niðurstöður leitt í ljós að ekki er lengur um of hátt gerlainnihald að ræða. Ekki er því lengur þörf á að sjóða neysluvatn.
Meira

Sigurgeir Þór Jónasson nýr formaður knattspyrnudeildar Hvatar

Aðalfundur knattspyrnudeildar Hvatar á Blönduósi fór fram sl. föstudag, þann 17. febrúar, við góða mætingu, eftir því sem fram kemur á Facebook-síðu deildarinnar. Kosið var í stjórn knattspyrnudeildarinnar og Sigurgeir Þór Jónasson er nýr formaður.
Meira