Sigurgeir Þór Jónasson nýr formaður knattspyrnudeildar Hvatar
Aðalfundur knattspyrnudeildar Hvatar á Blönduósi fór fram sl. föstudag, þann 17. febrúar, við góða mætingu, eftir því sem fram kemur á Facebook-síðu deildarinnar. Kosið var í stjórn knattspyrnudeildarinnar og Sigurgeir Þór Jónasson er nýr formaður.
Eftir kosningar er stjórn knattspyrnudeildar skipuð, auk formannsins, Guðmundi Arnari Sigurjónssyni gjaldkeri, Einari Árna Sigurðssyni ritara og þeim Sigurði Bjarna Aadengard og Ingibjörgu Signý Aadnegard meðstjórnendum.
Á Facebooksíðu deildarinnar eru þeim Gunnlaugu Sigríði Kjartansdóttur og Birni Vigni Björnssyni þökkuð fyrir þeirra störf á liðnu ári en þau ákváðu að gefa ekki kost á sér áfram í stjórn deildarinnar.
Nú eru ársfundir aðildarfélagana og deildanna í fullum gangi, segir á Facebokk-síðu USAH en í gær funduðu Skotfélagið Markviss og Júdófélagið Pardus.
Í kvöld, 20. febrúar, heldur frjálsíþróttadeild Hvatar aðalfund sinn klukkan 20:00 á skrifstofu USAH/Hvatar og á morgun 21. febrúar kl. 20 funda Hestamannafélagið Snarfari á kaffistofu félagsins og sunddeild Hvatar á skrifstofu USAH/Hvatar.
Þann 28. febrúar er komið að Golfklúbbnum ÓS sem fundar á skrifstofu USAH/Hvatar klukkan 17:30, daginn eftir eða 1. mars Umf. Fram, sem ekki hefur staðfest fundartíma og svo þann 6. mars fundar Umf. Hvöt - á skrifstofu USAH/Hvatar klukkan 18.
Ekki hafa enn borist staðfestar tímasetningar hjá Hestamannafélaginu Neista, Golfklúbbi Skagastrandar, Umf. Geislum, Umf. Bólstaðarhlíðarhrepps né körfuboltadeild Hvatar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.