Einn sigur og eitt tap hjá 11. flokki drengja um síðustu helgi
Laugardaginn 25. febrúar mættust Tindastóll og Valur í 11. flokki drengja í Origohöllinni. Stólarnir voru alltaf skrefi á undan í fyrra hálfleik, staðan 37-43 fyrir Stólunum. Í seinni hálfleik hélt baráttan áfram en okkar strákar náðu ekki að halda haus og töpuðu leiknum 79-66.
Sunnudaginn 26. febrúar mættu Stólarnir Fjölni í Dalhúsi og var mikil barátta í leiknum. Heimamenn náðu að halda forystunni út fyrri hálfleik, staðan 44-38. Stólarnir komu svo ákveðnir til leiks í þeim seinni og náðu forystunni og héldu henni til leiksloka, lokatölur 71-76.
Strákarnir í 11. flokki sitja í 6. sæti í 2. deildinni með 12 stig, sex sigrar og 8 töp. Þeir eiga eftir að spila átta leiki í sinni deild og spila fimm leiki í mars, fjóra heimaleiki og einn útileik. Núna um helgina spila þeir þrjá leiki í Síkinu, 4. mars við Hauka B (verður hugsanlega frestað), 5. mars við Njarðvík og svo 6. mars við Þór Ak. Þann 19. mars skunda þeir til Reykjavíkur og spila við Val og svo spila þeir heimaleik við Stjörnuna þann 26. mars.
Flottir strákar hér á ferð sem eiga framtíðina fyrir sér í boltanum😊
Áfram Tindastóll
/ Hjalti Vignir Sævaldsson - Sigga Garðars
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.