Fréttir

Fridtjof Nansen úti fyrir Hofsósi

Skemmtiferðaskipið Fridtjof Nansen sigldi inn Skagafjörðinn í dag með fólk sem ætlar að lappa upp á fjörur á Höfðaströndinni og tína rusl þar. Segir á vef Skagafjarðarhafna að þetta sé liður í verkefninu Clean Up Iceland.
Meira

Burtséð frá því hvernig leikar fara

Það fer ekki á milli mála hvert mál málanna er þessa dagana, jú körfubolti. Rimma Tindastóls og liðs Skagfirðingsins sr. Friðriks Friðrikssonar, Vals á Hlíðarenda, í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar er í brennidepli. Blóðug barátta leikmanna, kæra dómaranefndar, miðasöluágreiningur, níðsöngvar stuðningsmannasveita og bjórþamb áhorfenda rata milli tanna fólks og það sem kannski fáir taka eftir, ruslatínsla gesta.
Meira

Leikur í kvöld og Drungilas með

Ótrúlegasta fólk í Skagafirði dregur andann nú varlega vegna spennu yfir úrslitaeinvígi Tindastóls og Vals í Subway-deildinni í körfuknattleik. Annar leikur liðanna er í Síkinu í kvöld og verður vafalítið mikið um dýrðir; partýtjaldið opnað klukkan fjögur og þangað mæta megastjörnur á borð við Helga Sæmund, Audda Blö og Steinda Jr. Ef einhver hefur pláss fyrir hammara og lindarvatn þá er hægt að redda því því grillið verður sjóðandi heitt löngu fyrir leik sem hefst kl. 19:15.
Meira

1238 efst á lista Lonely Planet yfir áhugaverðustu afþreyingarmöguleika landsins

Tom Lundmark, sænskur sagnfræðingur og meistaranemi í stafrænum hugvísindum við Háskólann í Uppsala í Svíþjóð, segir sérstöðu 1238 einkum fólgna í áherslu á hugmyndafræði leikjavæðingar og nýstárlegri framsetningu á menningararfinum með stafrænni tækni til að höfða til breiðari hóps. Tom var í heimsókn hjá 1238, í tvær vikur í mars og apríl við rannsóknarstörf.
Meira

Hæglætis veður en mest norðlægar áttir með ágætis köldu vori

Spámenn Veðurklúbbs Dalbæjar hittust þann áttunda maí sl. til að rýna í veðurútlit mánaðarins en í fundargerð segir að vegna veikinda hafi fundurinn verið í seinna lagi. Að þessu sinni voru mætt þau Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Gunnlaugsson, Sigríður Hafstað, Guðrún Skarphéðinsdóttir, Jón Garðarsson, Kristján Loftur Jónsson og Þóra Jóna Finnsdóttir.
Meira

Krían mætti í Hólminn um miðnætti

Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri heyrði í kríunni í Hólminum í nótt og til varð vísa sem hann límdi síðan við mynd á Facebook af samveru Benjamíns Kristinssonar, safnvarðar á Reykjum í Hrútafirði, með einni ákveðinni af þessari tegund fugla.
Meira

Kjalvegur verði endurnýjaður og opinn stóran hluta ársins

Átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd. Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Með heilsársvegi yfir Kjöl er mögulegt að stytta til muna leiðina landshorna á milli og auðvelda þannig ferðir á milli Suður- og Norðurlands og opna fyrir möguleika á þróun nýrra ferðamannaleiða.
Meira

Tían, Bifhjólaklúbbur Norðuramts, sótti Skagfirðinga heim á sumardeginum fyrsta

Þó að nokkuð sé liðið frá sumardeginum fyrsta er gaman að segja frá því að Tían, Bifhjólaklúbbur Norðuramts, safnaði saman, þann daginn, virkum hjólurum á Ráðhústorgið á Akureyri og brunuðu yfir 30 mótorhjól út úr bænum og yfir í Skagafjörð og gerði stans í Varmahlíð. Alvöru sumardagur 12-17 stiga hiti og sól.
Meira

Sjónlag opnar fjarlækningastöð á Akureyri

Augnlækningastöðin Sjónlag í Reykjavík opnaði í síðustu viku fjarlækningastöð í húsakynnum Læknastofa Akureyrar á Glerártorgi. Í frétt á Akureyri.net segir að ekki sé um hefðbundna augnlæknastofu að ræða heldur verði þar að mestu fylgst með fólki með ákveðna sjúkdóma eftir tilvísun frá augnlæknum. Augu sjúklinga verða mynduð á stöðinni og lesið úr myndunum í Reykjavík. Þetta ætti að draga úr kostnaði sjúklinga og samfélagsins og spara sjúklingum hér nyrðra tíma og fyrirhöfn.
Meira

Sveitarfélagið Skagaströnd rekið með hagnaði árið 2022

Húnahornið flytur frétt af því að sveitarfélagið Skagaströnd hafi verið rekið með 629 þúsund króna hagnaði árið 2022. Það verður að teljast vel viðunandi árangur í ljósi þess að áætlanir, með viðaukum, gerðu ráð fyrir 73 milljón króna tapi. Síðari umræða um ársreikning sveitarfélagsins 2022 fór fram á sveitarstjórnarfundi sl. fimmtudag og var hann samþykktur samhljóða. Samkvæmt honum voru rekstrartekjur 792,1 milljón króna og rekstrargjöld ásamt afskriftum og fjármagnsgjöldum 791,5 milljónir króna.
Meira