Fréttir

Byggðarráð Skagafjarðar hvetur KSÍ og ÍTF til að gæta að jafnræði kynjanna í fótboltanum

Byggðarráð Skagafjarðar skorar á formann og stjórn KSÍ að grípa til markvissra og tafarlausra aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun á milli karla og kvenna sem iðka knattspyrnu og spila í deildakeppni hér á landi.
Meira

Leeds United er eins og íslenska krónan, upp og niður :: Liðið mitt Hilmar Þór Ívarsson

Skorað var á framleiðslustjóra rækjuvinnslu Dögunar á Sauðárkróki Hilmar Þór Ívarsson að svara spurningum í Liðið mitt hér í Feyki sem hann gerir með sóma. Hilmar er kvæntur Sigurlaugu Sævarsdóttur, Diddu frá Húsavík, en þar eru þau bæði fædd og uppalin. Leeds er uppáhaldslið Hilmars í Enska boltanum og hefur verið lengi.
Meira

Tindastóll og FH deildu stigunum

Lið Tindastóls og FH mættust í þriðju umferð Bestu deildar kvenna á Króknum í dag en þau unnu sér bæði sæti í Bestu deildinni síðasta haust. Lið gestanna var stigalaust eftir töp gegn Þrótti og Val en lið Tindastóls hafði eitt stig eftir jafntefli gegn Keflavík og tap gegn Blikum. Það var því mikilvægt fyrir bæði lið að næla í stigin sem í boði voru en eftir mikla baráttu og fjörugan leik þá fór svo að liðin skiptu stigunum á milli sín. Lokatölur 1-1.
Meira

Gunnar og Stefanía hafa látið af störfum eftir langan starfsferil

Á vef FISK Seafood má sjá að tveir ötulir starfsmenn gegnum tíðina hafa nú sest í helgan stein og voru báðir kvaddir með virktum. Um er að ræða Gunnar Reynisson, kokk á Arnari HU1 sem var aðeins 15 ára þegar hann byrjaði til sjós, og síðan Stefaníu Kristjánsdóttur sem á að baki langan starfsferil hjá landvinnslu FISK.
Meira

Kanarnir spara ekki hrósin

Eftir að hafa tekið lesendur Feykis í ferðalag til námshestanna Kolbrúnar og Núma í Kosicé í Slóvakíu þá dembum við okkur næst í Villta Westrið og tökum hús á Króksaranum Marín Lind Ágústsdóttur sem er háskólanemi við Arizona Western College í Yuma. Marín Lind er yngst fjögurra systkina, hin eru Rakel Rós, Viðar og Ragnar, en öll hafa þau alist upp í rústrauða litnum og spilað körfubolta með liðum Tindastóls. Foreldrar Marínar eru Guðbjörg heitin Ragnarsdóttir og Ágúst Andrésson forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS.
Meira

Þessa dagana hugsa ég bara um tvennt. Körfubolta og riðu :: Áskorandinn Þórður Pálsson frá Sauðanesi

Hugur minn er hjá bændum í Miðfirði sem hafa fengið hinn skelfilega sjúkdóm riðu í sínar fjárhjarðir. Starfs míns vegna kem ég að þessum málum með beinum hætti og síðan ég byrjaði sem búfjáreftirlitsmaður hjá Matvælastofnun árið 2016 hef ég komið að 13 niðurskurðum.
Meira

Risastór eins stigs sigur á Hlíðarenda

Lið Vals og Tindastóls mættust í kvöld á troðfullum Hlíðarenda í fyrsta leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Þrátt fyrir að Valsmenn séu ríkjandi Íslandsmeistarar, bikarmeistarar og deildarmeistarar virðast flestir spá Stólunum sigri í rimmunni en lið Tindastóls hefur verið sannfærandi og kraftmikið það sem af er úrslitakeppninnar á meðan Valsvélin hefur hikstað. Stólarnir voru sterkara liðið lengstum í kvöld og virtust ætla að sigla heim öruggum sigri, voru 19 stigum yfir þegar fimm mínútur voru eftir, en þá sýndu Valsmenn af hverju þeir eru meistarar og nöguðu muninn niður í þrjú stig þegar hálf mínúta var eftir. Keyshawn sýndi stáltaugar á vítalínunni í lokin og eftir að stuðningsmenn Stólanna höfðu haldið niðri í sér andanum í um tíu mínútur þá gátu þeir að lokum fagnað eins stigs sigri. Lokatölur 82-83 fyrir Tindastól.
Meira

Sigur í fyrsta leik hjá Kormáki/Hvöt

Lið Kormáks/Hvatar spilaði fyrsta leik sinn í 3. deildinni í dag en þá heimsóttu Húnvetningar lið ÍH í Skessuhöll Hafnfirðinga. Báðum liðum var spáð einu af fjórum neðstu sætum deildarinnar og því gott veganesti inn í sumarið að næla í sigur. Það tókst lið Kormáks/Hvatar en lokatölur urðu 1-2 og þrjú stig því kominn í sarpinn.
Meira

Dýrið og Blíða :: Þorgerður Þóra Hlynsdóttir skrifar

„Eftir níu ára hlé setti Leikfélag Blönduóss upp leikritið Dýrið og Blíða eftir Nicholas Stuart Gray. Sigurður Líndal leikstýrði verkinu. Að þessu sinni var leikhópurinn bæði ungur og óreyndur. En það var hvorki að sjá né heyra. En byrjum á byrjuninni. – Skrifar Þorgerður Þóra Hlynsdóttir.
Meira

„Ég segi topp sex, annað væri vonbrigði!“

„Sumarið leggst mjög vel í mig, við erum komnir með mjög sterka leikmenn til liðs við okkur en það mun taka tíma að spila okkur saman. Við þurfum að treysta á einstaklingsgæði í fyrstu leikjunum,“ segir Sigurður Bjarni Aadnegard, fyrirliði Kormáks/Hvatar. Húnvetningar hefja leik í 3. deildinni í knattspyrnu annað sumarið í röð í dag þegar þeir mæta liði ÍH í Skessunni í Hafnarfirði. Tólf lið munu slást í deildinni í sumar og á dögunum birti Fótbolti.net spá þjálfara deildarinnar og þar var liði Húnvetninga spáð níunda sæti.
Meira