Fridtjof Nansen úti fyrir Hofsósi

Mynd af marinetraffic.com.
Mynd af marinetraffic.com.

Skemmtiferðaskipið Fridtjof Nansen sigldi inn Skagafjörðinn í dag með fólk sem ætlar að lappa upp á fjörur á Höfðaströndinni og tína rusl þar. Segir á vef Skagafjarðarhafna að þetta sé liður í verkefninu Clean Up Iceland.

„Bjóðum við fólkið velkomið í Skagafjörðinn og er fólki velkomið að koma og hjálpa þeim við ruslatínsluna,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Skagafjarðarhafna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir