Fréttir

Leikskólafólk í Skagafirði samþykkti verkfall auk starfsfólks sundlauga

Yfirgnæfandi meirihluti starfsfólks á leikskólum í fimm sveitarfélögum á félagssvæði Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþágu, samþykkti boðun verkfalls í atkvæðagreiðslu sem lauk á hádegi í gær. Vinnustöðvanir munu vera frá 30. maí til klukkan 23:59 fimmtudaginn 1. júní.
Meira

25 ára afmælishátíð Árskóla á morgun

Afmælishátíð Árskóla verður haldin á morgun, þriðjudaginn 16. Maí frá kl. 16:00 til 19:00 með opnu húsi í tilefni af því að Árskóli er 25 ára á þessu skólaári.
Meira

Gamla góða dagsformið skiptir nær öllu máli

Það er mögulega meistaraverk hjá almættinu að kæla Krókinn aðeins niður í dag því nægur er hitinn í brjóstum stuðningsmanna Tindastóls og sumar og sól mundi sennilega bræða úr mannskapnum. Fjórði leikurinn í einvígi Vals og Tindastóls fer nefinlega fram í Síkinu í kvöld og með sigri verður lið Stólanna Íslandsmeistari og það í fyrsta sinn. „Við eigum ekkert ennþá. Við þurfum að sækja þetta,“ segir Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls í stuttu spjalli við Feyki.
Meira

Hundaeigendur í þéttbýli Skagafjarðar athugið

Að gefnu tilefni eru hundaeigendur í þéttbýli í Skagafirði (Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð, Hólum, Steinsstöðum) beðnir um að láta ekki hunda ganga lausa, hvorki sína eigin né þá sem kunna að vera gestkomandi.
Meira

Leiðindarkuldi og vetrarfærð á fjallvegum

Gul viðvörun er í ennþá gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra til klukkan 15:00 í dag, norðan og norðvestan 8-15 m/s og snjókoma eða skafrenningur og lítið skyggni með köflum, einkum á fjallvegum. Varsamt vanbúnum ökutækjum.
Meira

Ungmennaflokkur Tindastóls varð deildarmeistari í 2. deild

Ungmennaflokkur Tindastóls varð í gær deildarmeistari í 2. deild en þá gerðu kapparnir sér lítið fyrir og unnu Grindavík í framlengdum úrslitaleik í Blue höllinni í Keflavík. Lokatölur voru 94-91. Örvar Freyr Harðarson var valinn mikilvægasti leikmaður leiksins í leikslok. Það var Kelvin Lewis sem þjálfarði liðið í vetur. Feykir óskar strákunum og Scooter til hamingju með árangurinn.
Meira

Það rigndi göt á Kormák/Hvöt

Húnvetningar héldu áfram keppni í 3. deildinni í knattspyrnu í gær þrátt fyrir votviðri sem var á mörkum hins leyfilega. Það var spilað í Garðinum og samkvæmt öruggum heimildum af aðdáendasíðu gestanna þá rignir öðruvísi þar en annars staðar – sennilega þá miklu meira og örugglega á ská. Vallaraðstæður voru því ekki hinar bestu en heimamenn virtust pluma sig betur við þessar erfiðu aðstæður og unnu sanngjarnan 3-0 sigur.
Meira

Mikið tjón er bíl var ekið inn í Sauðárkróksbakarí í morgun

Um klukkan fimm í morgun var ekið á suðurvegg Sauðárkróksbakarís og inn á mitt gólf afgreiðslusalarins. Eigandi og yfirbakarinn, Snorri Stefánsson, var eini starfsmaðurinn í húsinu þegar atvikið átti sér stað en hann var staddur í öðru rými bakarísins þegar ósköpin gengu yfir.
Meira

Góður sigur á liði Uppsveita Árnessýslu

Tindastólsmenn spiluðu fyrsta leik sinn í 4. deildini þetta sumarið í dag en þá kom lið Uppsveita í heimsókn á Krókinn. Leikurinn var ágæt skemmtun og hvorugt lið gaf þumlung eftir. Stólarnir voru lengstum betra liðið og uppskáru tvö mörk, eitt í hvorum hálfleik, en gestirnir minnkuðu muninn skömmu fyrir leikslok og sáu jöfnunarmarkið í hillingum. Það kom þó ekki og Stólarnir nældu því sanngjarnt í þrjú stig. Lokatölur 2-1.
Meira

Þá sjaldan maður bregður sér í leikhús á Blönduósi :: Björk Bjarnadóttir skrifar

Við mæðginin, Björk og Egill Mikael, næstum fjögurra ára, kíkjum oft norður á Blönduós til að heimsækja ömmu og afa. Alltaf er kátt í koti en nú var einstaklega mikil spenna fyrir því að fara norður því við vorum einnig að fara að sjá leikritið Blíðu og dýrið, eftir Nicholas Stuart Gray, hjá Leikfélagi Blönduóss. Lítil frænka kom líka með okkur til ömmu og afa, hún Indiana Hulda, sem er fimm ára. Hún var svo spennt að fara á leikritið að spurt var hvern dag, hvort leikritið yrði í dag, en við mættum á Blönduós þrem dögum fyrir sýninguna sem var sýnd þann 30. apríl.
Meira