Fréttir

Gult ástand og vetrarfærð á morgun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs fyrir Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Miðhálendi. Búist er við vetrarfærð á fjallvegum norðan- og austanlands í nótt og á morgun sunnudaginn 14. maí. Í athugasemd veðurfræðings eru vegfarendur hvattir til að kanna vel ástand vega og veðurspár áður en lagt er af stað.
Meira

Vináttan :: Áskorandinn Karl Jónsson – Brottfluttur Króksari

Ég er minntur á það rækilega þessa dagana hvað æskuvináttan er sterk og hvað hún mótaði mig mikið. Alla lífsleiðina eignast maður vini og kunningja en alltaf er það æskuvináttan sem er og verður sterkust. Hún krefst í raun einskis. Hún krefst ekki daglegs sambands lengur, það geta liðið vikur á milli samtala, en æskuvinirnir eru bara þarna og daglega hugsa ég til þeirra, hvernig þeim líði og hvort það sé ekki allt í lagi.
Meira

Má leyfa sér að dreyma?

Hversu klikkað var þetta? Valur og Tindastóll mættust í þriðja leiknum í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Origo-höllinni í kvöld. Stuðningsmenn og leikmenn beggja liða bjuggu til hreint stórkostlega sýningu sem fékk líka þennan dásamlega endi. Eftir nokkuð strögl í fyrri hálfleik þar sem vörn Stólanna small ekki alveg og Valsmenn stjórnuðu ferðinni þá komu Stólarnir heldur betur klárir í slaginn í síðari hálfleik. Eftir nett þristasjó frá Drungilas þá voru það gestirnir sem sem tóku leikinn yfir og unnu hreint magnaðan endurkomusigur. Lokatölur 79-90 og nú er staðan þannig að lið Tindastóls leiðir einvígið 1-2 og á möguleika á að skrifa nýjan kafla í körfuboltasöguna.
Meira

Skagfirskir Blikar hampa Íslandsmeistaratitli

Karfan.is segir frá því að Breiðablik varð um helgina Íslandsmeistari í minnibolta 11 ára drengja eftir úrslitamót í Glerárskóla á Akureyri. Það sem vakti athygli Feykis var að í liðinu voru þrír kappar sem allir eiga foreldra frá Sauðárkróki sem er auðvitað frábært. Strákarnir sem um ræðir eru Rúnar Magni, Sölvi Hrafn og Axel Kári og óskar Feykir þeim til hamingju með árangurinn.
Meira

Frábær þátttaka í Umhverfisdegi FISK Seafood

Umhverfisdagur FISK Seafood var haldinn 6. maí síðastliðinn. Um er að ræða fjölskyldudag þar sem fjölskyldureru hvattar til að sameinast í útiveru með það að markmiði að fegra nærumhverfið og í leiðinni að styðja við það frábæra íþróttastarf sem fer fram í Skagafirði. FISK hét því að greiða fyrir hvern þáttakanda 12.000 kr. sem myndu renna til þess skagfirska íþróttafélags/deildar sem þátttakandi óskaði eftir. Það mættu 754 einstaklingar fyrir 15 aðila í Skagafirði sem er rúmlega 230 fleiri en í fyrra.
Meira

Samband íslenskra sveitarfélaga skorar á BRSB að fara með málið fyrir dómstóla

BRSB hefur farið mikinn í fjölmiðlum með ásakanir í garð sveitarfélaganna að þau mismuni starfsfólki sínu á fyrstu þrem mánuðum þessa árs. Jafnframt krefjast þau leiðréttingar á launalið útrunnins kjarasamnings sem þegar er að fullu efndur af hálfu sveitafélaganna.
Meira

Opnunarteiti Hótel Blönduóss

Það verður hrært í góða veislu á Blönduósi á morgun þegar heimamenn fagna opnun Hótel Blönduóss eftir fegrunaraðgerðir og allsherjar uppstrílun. Opnunarteiti verður frá kl. 14 til 17 þar sem Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps mætir í hátíðarskapi og Hugrún Sif og Tríó Halla Guðmunds koma fram. Að sjálfsögðu verða veitingar í boði og að auki býðst fólki að skoða Krúttið, hótelið, kirkjuna og Helgafellið.
Meira

Miðar á leik Vals og Tindastóls tættust út

„Miðarnir hreinlega tættust út – bæði miðar gestaliðsins og okkar miðar. Þessi rimma er þannig að allir og ömmur þeirra vilja vera á svæðinu,“ sagði Valsarinn Grímur Atlason þegar Feykir spurði hvernig hefði gengið að selja miða á leikinn sem hefst í Origo-höllinni kl. 19:15 í kvöld. Raunar hafði Feykir hlerað að miðar Stólanna hefðu klárast á tveimur mínútum og því betra að gleyma sér ekki við uppvaskið eða önnur nauðsynjaverk þegar miðarnir í úrslitaeinvíginu fara í sölu.
Meira

Vill skoða aðrar leiðir til að minnka umfang urðunar í Stekkjarvík

Húnahornið greinir frá því að sveitarstjórn Húnabyggðar sé óánægð með að áform um stækkun urðunarsvæðis í Stekkjarvík komi ekki formlega inn á hennar borð áður en stjórn Norðurár samþykkir framkvæmdina endanlega. Þá setur sveitarstjórnin spurningarmerki við að ekki þurfi sérstakt framkvæmdaleyfi frá henni enda áformaðar framkvæmdir umfangsmiklar.
Meira

Eigur Stólpa færðar Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra

Stólpar styrktarfélag á Hvammstanga hélt aðalfund sinn þann 11. maí 2023 í gamla verslunarhúsi Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga. Á fundinum var samþykkt samhljóða að leggja félagið niður og eigur þess færðar Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra til eignar og afnota í tómstundastarfi þess.
Meira