Fréttir

Kaldar kveðjur til framhaldsskólanna

Rannsóknir síðustu ára á líðan barna og ungmenna (Rannsóknir og greining, Eurostudent) sýna fram á aukna vanlíðan meðal nemenda á elsta stigi grunnskóla og nemenda framhaldsskólanna, sérstaklega stúlkna. Þá flosna drengir frekar upp úr námi í framhaldsskólum um leið og brotthvarf nemenda er með því hæsta hér á landi ef borið er saman við hin Norðurlöndin.
Meira

Opið hús á Hvanneyri

Laugardaginn næsta, 13. maí, verður opið hús á Hvanneyri milli klukkan 13 og 15 þar sem hægt verður að kynna sér allar námsleiðir til hlítar. Aðalbygging skólans verður opin og hægt verður að spjalla við starfsfólk og nemendur og fá nánari upplýsingar um námið og lífið í LBHÍ.
Meira

Byggjum upp Kjalveg – Leiðari Feykis

Átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd en með heilsársvegi væri mögulegt að stytta til muna leiðina landshorna á milli og auðvelda þannig ferðir á milli Suður- og Norðurlands og opna fyrir möguleika á þróun nýrra ferðamannaleiða.
Meira

Stólunum spáð fjórða sætinu í 4. deild

Knattspyrnutæknar í 4. deildinni hefja leik í kvöld en lið Tindastóls á heimaleik á laugardag þegar Uppsveitir mæta í heimasókn. ÍBU Uppsveitir á ættir að rekja til Árnessýslu en liðið var sett á laggirnar haustið 2019. Liðunum var spáð svipuðu gengi í spá þjálfara deildarinnar á Fótbolti.net og má því búast við hörkuleik. Leikurinn hefst kl. 15:00 og er spáð skaplegu veðri.
Meira

Ferðamaður slasaðist eftir fall við Hvítserk

Í gærkvöldi voru björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Húnavatnssýslum og Skagafirði boðaðar út vegna ferðamanns sem féll niður bratta brekku við Hvítserk, við vestanverðan botn Húnafjarðar í Vestur-Húnavatnssýslu.
Meira

Opið bréf til fræðslunefndar, sveitarstjórnar og sveitarstjóra í Húnabyggð

Nú stöndum við íbúar í þéttbýli Húnabyggðar frammi fyrir því að keyra með yngstu börnin okkar á Vallaból sem er staðsett á Húnavöllum þar sem eingöngu er farið eftir kennitölum þegar kemur að því að taka börn inn í leikskólana eftir sameiningu sveitarfélaganna. Leikskólinn Barnabær sem er staðsettur á Blönduósi hefur verið yfirfullur og umræður um nýjan leikskóla staðið í mörg ár.
Meira

Stólastúlkur mæta liði Selfoss í Mjólkinni

Dregið var í 16 liða úrslit í Mjólkurbikar kvenna fyrr í vikunni. Það voru þær Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, og Ásta B. Gunnlaugadóttir sem höfðu veg og vanda að því að draga rétt og það tókst með ágætum því lið Tindastóls fékk heimaleik. Andstæðingurinn reyndar annað lið úr Bestu deildinni en Stólastúlkur taka á móti liði Selfoss laugardaginn 28. maí á Sauðárkróksvelli. Þá dróst lið Fram, sem Óskar Smári þjálfar, gegn liði Breiðabliks.
Meira

Ferðamönnum í ógöngum bjargað af Kjalvegi

Óbreytt stjórn er hjá Björgunarfélaginu Blöndu í Húnabyggð en aðalfundur var haldinn í apríl. Á Facebook-síðu félagsins kemur fram að skemmst sé frá því að segja að það urðu engar breytingar á stjórninni þar sem Þorgils Magnússon formaður, Kristófer Kristjánsson, gjaldkeri og Arnar Freyr Ómarsson, varaformaður.
Meira

Lautarferð er það ekki

Tindastólsmenn tóku á móti liði Vals í gærkvöldi í öðrum leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Heimamenn vonuðust eftir að geta hert takið á bikarnum og fylgt eftir sigri í fyrsta leiknum með góðum leik og sigri en þegar til kom þá komu Valsmenn mun ákveðnari til leiks og nánast héldu uppteknum hætti frá síðustu fimm mínútum fyrsta leiksins þar sem allt fór niður hjá þeim. Það bara dugði ekki til þá. Lokatölur í gær voru 87-100.
Meira

Alor og Straumlind í samstarf

Raforkusalinn Straumlind og nýsköpunarfyrirtækið Alor, sem stjórnað er af Skagfirðingum, hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf sem snýr að því að þróa lausnir í því skyni að bæta orkunýtingu rafmagns, jafna álag og selja hagkvæmt rafmagn til heimila landsins.
Meira