Ríflega 700 nemendur skráðir í FNV á haustönn

Verknásmhús til vinstri og Bóknámshús FNV lengst til hægri. Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki fjær og Sauðáin rennur fögur fyrir miðju. MYND: HINIR SÖMU / JÓN ARNAR
Verknásmhús til vinstri og Bóknámshús FNV lengst til hægri. Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki fjær og Sauðáin rennur fögur fyrir miðju. MYND: HINIR SÖMU / JÓN ARNAR

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra verður settur miðvikudaginn 23. ágúst kl. 8:00. Nýnemar úr grunnskóla mæta hins vegar til leiks þriðjudaginn 22. ágúst. Ríflega 700 nemendur eru skráðir í skólann ýmist í dagskóla eða fjarnám. Aðsókn nemenda utan Norðurlands vestra hefur aukist til muna og er heimavistin troðfull en þar munu 89 nemendur búa á haustönn.

Nemendafélag skólans mun standa fyrir nýnemadegi fimmtudaginn 24. ágúst þar sem áhersla er lögð á hópefli og leiki af ýmsu tagi. Þetta fyrirkomulag hefur verið viðhaft í mörg ár og tekist mjög vel í alla staði.

Meðal nýjunga á þessu skólaári er að farið verður af stað með nám í bifvélavirkjun bæði í dagskóla og helgarnámi. Þetta nám bætist við helgarnám í húsasmíði, rafvirkjun og vélstjórn A. Alls stunda tæpleg 100 nemendur nám í skólanum um helgar.

Í takt við nýja tíma hefur skólinn lagt upp með leiðsagnarmat sem einkennist m.a. af endurgjöf á verkefni og tímapróf í stað hefðbundinna lokaprófa. Hluti af þessu fyrirkomulagi eru svokallaðar vörður sem haldnar verða þrisvar yfir önnina. Þar gefst kennurum færi á að fara yfir stöðuna með nemendum sínum og aðstoða þá, sem á þvi þurfa að halda, við að komast á rétta braut í náminu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir