Kynningarfundur í Farskólanum í dag kl. 17:00 – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra um raunfærnimat

Í dag verður haldinn kynningarfundur í Farskólanum – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra um raunfærnimat. Fundurinn er fyrir alla þá sem vilja kynna sér hvað raunfærnimat er. Byrjað verður á að fjalla almennt um raunfærnimat í stuttu máli og síðan verða verkefni eins og raunfærnimat í fisktækni, matartækni, iðngreinum kynnt ásamt raunfærnimati fyrir þá sem starfa í íþróttahúsum og sundlaugum.

Raunfærnimat getur stytt skólagöngu í framhaldsskóla. Til dæmis ef einhver hefur starfað lengi við smíðar undir handleiðslu meistara og hann/hún vill fara í skóla þá getur það verið góður kostur að kanna með raunfærnimat áður en skólaganga hefst.

Fundinum verður streymt á Facebook síðu Farskólans og hann hefst kl. 17:00.

Fundurinn er samstarfsverkefni Farskólans og SÍMEY – símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar.

/fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir