Fréttir

Veðurklúbbur Dalbæjar fundaði í gær

Í morgun fékk Feykir góðan póst frá góðum vinum úr veðurklúbbi Dalbæjar á Dalvík en þau funduðu í gær og gleðja vonandi flesta með spá þeirra fyrir jólamánuðinum. 
Meira

18 dagar til jóla

18 dagar til jóla og ég hef voða lítið um hann að segja nema að það er miðvikudagur:) og þá kemur út bæði Sjónhorn og Feyki:) Njótið dagsins öll sömul:)
Meira

Þúfur Ræktunarbú ársins ásamt Fákshólum

Í fyrsta sinn voru tvö hrossaræktarbú verðlaunuð sem Ræktunarbú ársins en það voru hrossaræktunarbúið Þúfur og Fákshólar.
Meira

Ljósin tendruð á jólatrénu á Skagaströnd á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 6. desember, verða ljósin á jólatrénu á Skagaströnd tendruð á Hnappstaðatúni kl. 17. Þar munu nemendur í 1. bekk Höfðaskóla sjá um að tendra jólaljósin og heyrst hefur að nokkrir jólasveinar munu mæsta á svæðið í jólajappalestinni. Boðið verður upp á að grilla sykurpúða yfir opnum eldi. Öll hjartanlega velkomin.
Meira

Þjóðbúningafræðsla fyrir safnafólk

Söfnin þrjú á Norðurlandi vestra, þ.e. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi, Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ og Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði, hafa undanfarin ár lagt áherslu á aukið samstarf og fræðslu sín á milli. Söfnin sem öll eru viðurkennd söfn, hafa m.a. staðið fyrir nokkrum námskeiðum fyrir safnafólk sem hafa nýst vel í safnastarfinu og hefur styrkur úr aukaúthlutun Safnasjóðs skipt þar sköpun.
Meira

Söngvakeppni NFNV haldin á morgun

Söngvakeppni nemendafélags Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra fer fram á morgun, miðvikudaginn 6. desember. Á stokk stíga nemendur skólans og mun sigurvegarinn verða fulltrúi skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2024. Keppnin verður haldin á sal skólans, húsið opnar kl. 19:30 og dagskráin byrjar kl. 20:00. Miðaverð er 1.000 kr.
Meira

19 dagar til jóla

Já sæll, 19 dagar til jóla og ég ekki enn byrjuð á jólagjöfunum.... þetta reddast er það ekki:) Allavega ætla ég ekki að stressa mig á þessu því það er alþjóðlegi heitapottadagurinn í dag og því um að gera að skella sér í pottinn hvort sem það er heima hjá sér eða í sundlauginni. En það er líka alþjóðlegi súkkulaðiköku dagurinn og það væri góð hugmynd að fá sér eina slæsu með rjóma þegar þú ert búin í pottinum:) Munum að njóta en ekki þjóta í desember:)
Meira

Áslaug Arna með íbúafund og opna viðtalstíma á Króknum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, verður með íbúafund á Gránu Sauðárkróki á morgun, þriðjudaginn 5. desember, frá kl. 17:15.  Á fundinum mun Áslaug Arna kynna uppbyggingu og áform um samstarf Háskólans á Hólum við HÍ en með henni verða fulltrúar sveitarfélagsins og Hólaskóla. Áslaug verður einnig með opna viðtalstíma í Húsi frítímans, miðvikudaginn 6. desember, frá kl. 9:00 og eru öll hjartanlega velkomin. Þá mun Áslaug kynna sér fjölbreytt fyrirtæki og stofnanir á svæðinu á meðan hún dvelur hér í firðinum fagra. 
Meira

Tveir knapar frá Norðurlandi vestra í fyrsta úrtaki U-21 landsliðshópsins í hestaíþróttum

Á heimasíðu Landssambands Hestamannafélaga (Ihhestar.is) segir að Hekla Katharína Kristinsdóttir, landsliðsþjálfari U-21 landsliðsins í hestaíþróttum, sé búin að velja fyrsta úrtak í landsliðshóp sinn fyrir starfsárið 2024, alls 18 knapa. Voru þau Guðmar Hólm Ísólfsson frá Hestamannafélaginu Þyt og Þórgunnur Þórarinsdóttir frá Hestamannafélaginu Skagfirðingi valin í hópinn en framundan eru heilmikil verkefni því landsliðshópurinn starfar yfir allt árið. Hápunktur komandi árs er þátttaka á Norðurlandamótinu í Herning í Danmörku 8.- 11. ágúst næstkomandi og lokahópur Íslands á mótið verður kynntur í sumar.
Meira

Frábær mæting á jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks

Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks var haldið síðastliðinn laugardag í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Samkvæmt upplýsingum Feykis mættu yfir 600 manns til veislunnar, naskir teljarar töldu 672, og þótti Rótarýfélögum mætingin alveg til fyrirmyndar.
Meira