Fréttir

Jólamót Molduxa 2023 haldið í þrítugasta sinn

Jólamót Molduxa í körfubolta verður haldið annan í jólum, þriðjudaginn 26. desember í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Í körfuboltasamfélaginu í Skagafirði er þetta svo gott sem órjúfanlegur hluti jólahaldsins hjá mýmörgum og tilvalin leið til að fitusprengja og gerilsneiða sig í miðjum hátíðaahöldunum. Mótið er nú haldið í þrítugasta skipti sem segir nú meira en mörg orð um þetta frábæra framtak Molduxanna. Allur ágóði af mótinu rennur til körfuknattleiksdeildar Tindastóls.
Meira

Stólastúlkur stóðu í Njarðvíkingum

Tindastólsstúlkur spiluðu við lið Njarðvíkur í Ljónagryfjunni í VÍS bikarnum í gærdag. Þær grænu hafa verið eitt besta körfuboltalið landsins síðustu tímabil og urðu óvænt Íslandsmeistarar vorið 2022. Það var því við ramman reip að draga en Stólastúlkur stóðu í lappirnar og sýndu ágæta takta. Það dugði þó ekki til því heimastúlkur reyndust sterkari á svellinu og unnu að lokum öruggan sigur. Lokatölur 89-67 og lið Tindastóls úr leik í bikarnum,
Meira

Minningarsjóður Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási í Hegranesi fær góða gjöf

Á dögunum komu í heimsókn á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki, börn Ástu Karlsdóttur og Ólafs Sveins-sonar fyrrum yfirlæknis til fjölda ára. Tilefnið var að afhenda gjöf í Minningarsjóð Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási í Hegranesi og bjóða upp á tertu.
Meira

Leyfi veitt til leitar að góðmálmum í Húnabyggð

Húnahornið segir af því að Orkustofnun hefur veitt Víðarr ehf. leyfi til leitar og rannsókna á málmum á afmörkuðu svæði milli Vatnsdals og Svínadals í Húnabyggð. Fram kemur að í leyfinu felist hvorki heimild né vilyrði til nýtingar málma á leyfissvæðinu, en hafi leyfishafi áform um slíkt beri honum að sækja um nýtingarleyfi samkvæmt lögum sem þar um gilda.
Meira

16 dagar til jóla

Upp er runninn föstudagur, ákaflega skýr og fagur eins og hefur einkennt síðustu daga svo mjög, skýrir og fallegir -16 dagar til jóla. Eins og spáin er, lítur út fyrir að þetta haldist óbreytt næstu daga. Gangið hægt um gleðinnar dyr um helgina, góða skemmtun á þeim viðburðum sem einhver ykkar sækið og klæðið ykkur í ull hún heldur á ykkur hita í frostinu.
Meira

Emelíana Lillý sigraði

Þann 6. desember var söngkeppni FNV haldin líkt og undanfarin ár, til þess að skera úr um hver fer fyrir hönd skólans í stóru Söngkeppni framhaldsskólanna 2024.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Tanja M. Ísfjörð var kjörin maður ársins fyrir árið 2022 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2023.
Meira

Danssýning í Varmahlíðarskóla

Nemendur allra bekkja Varmahlíarskóla fengu danskennarann Ingunni Margréti Hallgrímsdóttur frá Dalvík til sín í upphafi vikunnar og sýndu svo afrakstur kennslunnar með danssýningu sem aðstandendum var boðið að koma á í gær.  
Meira

Tilmæli til notenda hitaveitu í Skagafirði

Frostið hefur nú verið í tveggja stafa tölu dag eftir dag og þegar þannig viðrar þurfum við notendur heita vatsins að fara sparlega með vatnið svo ekki komi til lokana. Skagafjarðarveitur villja koma þeim tilmælum til viðskiptavina sinna, og þá sérstaklega skal bent á að sleppa notkun á heitum pottum meðan kuldinn er sem mestur.
Meira

Minnihlutinn sá fyrir sér að búa á Norðurlandi vestra í framtíðinni

Vel heppnað Ungmennaþing SSNV, Valdefling ungs fólks á Norðurlandi vestra, var haldið Í félagsheimilinu á Blönduósi áhuastdögum. Sagt er frá því á heimasíðu SSNV að meðal athyglisvsverðustu niðurstaðna þingsins hafi verið að innan við helmingur af þátttakendum sáu fyrir sér að búa í landshlutanum í framtíðinni. „Þessar niðurstöður eru umhugsunarverðar fyrir stjórnmálafólk landshlutans því ef unga fólkið vill ekki búa hér í framtíðinni hver á þá að gera það? “ segir í fréttinni á vef SSNV.
Meira