Jólamót Molduxa 2023 haldið í þrítugasta sinn
Jólamót Molduxa í körfubolta verður haldið annan í jólum, þriðjudaginn 26. desember í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Í körfuboltasamfélaginu í Skagafirði er þetta svo gott sem órjúfanlegur hluti jólahaldsins hjá mýmörgum og tilvalin leið til að fitusprengja og gerilsneiða sig í miðjum hátíðaahöldunum. Mótið er nú haldið í þrítugasta skipti sem segir nú meira en mörg orð um þetta frábæra framtak Molduxanna. Allur ágóði af mótinu rennur til körfuknattleiksdeildar Tindastóls.
Í tilkynningu frá Molduxum segir að mótið verði sett kl. 10:50 og hefst með veitingu Samfélagsviðurkenningar Molduxa. Fyrstu leikir verða flautaðir á stundvíslega kl. 11:00. Keppt verður í einum flokki og raðast lið saman eftir styrkleika strax að lokinni fyrstu umferð.
Gjald á hvert lið er kr. 25.000,- og skal greitt fyrir 20. desember inn á reikning 0310-26-006000, kt. 590118-0600. Áhugasamir eru beðnir að athuga það að ef greiðsla er ekki komin fyrir þann tíma verður viðkomandi skráning ekki tekin gild. Skráning á netfangið pilli@simnet.is en þangað skal einnig senda greiðslustaðfestingu.
Þeir sem eru í æfingahópi meistaraflokka í körfubolta eru ekki gjaldgengir á mótið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.