Tindastóll kærir brot leikmanns FH til KSÍ
Brotið var gróflega á Bryndís Rut Haraldsdóttur, fyrirliða Tindastóls, í leik liðsins gegn FH í Bestu deildinni nú á miðvikudagskvöldið. Breukelen Woodward, leikmaður FH, gaf Bryndísi þá olnbogaskot í andlitið eftir hornspyrnu en boltinn var víðs fjarri. Atvikið náðist á myndband og ekki gott að sjá hvað leikmanninum gekk til annað en að meiða. Tindastóll hefur nú kært brotið til KSÍ.
„Mér fannst dómarinn með frekar slappa línu ef ég á að vera hreinskilin. Hún gaf mér olnbogaskot í andlitið því hún var pirruð. Ég veit að það er hiti í leiknum og allt það en mér finnst dómararnir eiga að vernda leikmenn betur því að höfuðmeiðsli eru alvarlegri en fólk heldur og við erum með leikmenn sem við höfum misst út vegna höfuðmeiðsla. Mér finnst dómarar almennt eiga að verja leikmenn betur eins og í þessu atviki," sagði Bryndís í samtali við Fótbolta.net að leik loknum.
Atvikið átti sér stað í stöðunni 2-0 fyrir FH á 37. mínútu. Dómari leiksins sá ekki atvikið en stöðvaði leikinn skömmu seinna þar sem Bryndís lá eftir.
Sjá má myndband af atvikinu á síðu Fótbolta.net >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.